Erlent

Hundruð teiknara hæddust að Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Alls voru 1.614 myndir sendar í keppnina.
Alls voru 1.614 myndir sendar í keppnina. Vísir/AFP
Teiknarar frá 74 löndum kepptust nú á dögunum um að gera bestu skopmyndirnar af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hundruð þátttakanda lögðu fram skopmyndir til keppni sem haldin var í Íran og var þema keppninnar „Trumpismi“. Sömu skipuleggjendur og stóðu að þessari keppni héldu skopmyndakeppni í fyrra sem sneri að helförinni. Sú keppni olli töluverðum usla.

Alls voru 1.614 myndir sendar í keppnina.

Teiknarinn Haidi Asadi vann 1.500 dali fyrir bestu myndina, en hann sagði mynd sinni ætlað að sýna meinta græði Trump og stríðsáróður hans. Þar var Trump teiknaður í jakka úr seðlum þar sem hann slefaði á bækur.

Einn af skipuleggjendum keppninnar sagði AP fréttaveitunni að markmið hennar væri að beita hæðni til þess að sýna fram á framferði forsetans. Myndirnar snertu á mörgum málum eins og ofbeldi gagnvart konum, fjölmiðlum, veggjabyggingu og mörgu öðru. Adolf Hitler og samanburður þeirra á milli virðist þó hafa verið mjög fyrirferðamikill í keppninni.

Myndirnar verða til sýnis í viku á gallerí í Teheran.

Vísir/EPA
Vísir/EPA
Vísir/AFP
Vísir/EPA
Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×