Erlent

Gabriel yngst til að taka sæti í framkvæmdastjórn ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Mariya Gabriel hefur átt sæti á Evrópuþinginu fyrir búlgarska hægriflokkinn Gerb frá árinu 2009.
Mariya Gabriel hefur átt sæti á Evrópuþinginu fyrir búlgarska hægriflokkinn Gerb frá árinu 2009. Vísir/AFP
Hin búlgarska Mariya Gabriel varð í dag yngst allra til að taka sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 517 þingmenn Evrópuþingsins greiddu atkvæði með skipun Gabriel en 77 gegn.

Hin 38 ára Gabriel mun fara með málefni hins stafræna hagkerfis. Hún hefur átt sæti á Evrópuþinginu fyrir búlgarska hægriflokkinn Gerb frá árinu 2009.

Kristalina Georgieva var áður fulltrúi Búlgara í framkvæmdastjórninni en lét af embætti í vetur þegar hún tók að sér framkvæmdastjórastöðu hjá Alþjóðabankanum.

Georgieva fór með málefni fjárlaga, en sá málaflokkur færðist í vor yfir til Þjóðverjans Günther Oettinger sem fór áður með málefni hins stafræna hagkerfis.

Öll 28 aðildarríki Evrópusambandsins eiga einn fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, en þau starfa þó ekki og taka ekki við skipunum frá stjórnvöldum í sínu heimalandi. Hver framkvæmdastjóri er með einhvern málaflokk á sinni könnu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×