Fótbolti

Er Tottenham að minna á sig í baráttunni um Gylfa?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson visir/epa
Eftir frábært tímabil með Swansea í vetur hefur framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar mikið verið í umræðunni.

Gylfi skoraði níu mörk og átti 13 stoðsendingar fyrir Swansea og var lykilmaður í því að tryggja sæti velska liðsins í úrvalsdeildinni. Hafnfirðingurinn var valinn leikmaður tímabilsins hjá félaginu annað árið í röð á lokahófi félagsins í maí.

Hann kom til Swansea frá Tottenham 2014 fyrir 8,6 milljónir punda, eftir að hafa verið hjá velska liðinu árið 2012 að láni frá Hoffenheim.

Mikið hefur verið rætt um áhuga Everton á Gylfa, en það virðist sem Tottenham sé að blanda sér í baráttuna um íslenska landsliðsmanninn. Í dag eru fimm ár síðan Gylfi skrifaði undir hjá Lundúnaliðinu og minntust þeir þess á twitter-síðu sinni. 







Það þykir mjög óvanalegt að félagið skyldi minnast Gylfa á þennan hátt þar sem hann dvaldi stutt hjá félaginu og var ekki keyptur né seldur fyrir neinar okurupphæðir. Því hefur færslan vakið athygli og umtal um að Tottenham ætli sér að fá Gylfa aftur til Lundúna.

Gylfi spilaði 83 leiki fyrir Tottenham og skoraði í þeim 13 mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×