Erlent

Modi fyrstur indverskra forsætisráðherra til að heimsækja Ísrael

Atli Ísleifsson skrifar
Narendra Modi hefur verið forsætisráðherra Indlands frá 2014.
Narendra Modi hefur verið forsætisráðherra Indlands frá 2014. Vísir/AFP
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er mættur í opinbera heimsókn til Ísraels og hefur þar með brotið blað í sögunni því indverskur forsætisráðherra hefur aldrei áður heimsótt Ísraelsríki.

Búist er við að löndin tvö geri með sér samninga um hergögn og tölvubúnað.

Tekið er eftir því að Modi mun ekki ferðast til Ramallah til að hitta leiðtoga Palestínumanna líkt og erlendir þjóðhöfðingjar gera oft þegar farið er til Ísrael.

Þótt Ísraelar og Indverjar hafi átt í stjórnmálasamskiptum í 25 ár hafa þau verið varfærin, en á Indlandi býr stór hópur múslima, auk þess sem Indverjar eru afar háðir olíu frá arabaríkjunum við Persaflóann og frá Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×