Stúlkur allt niður í níu ára vilja lýtaaðgerðir á skapabörmum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. júlí 2017 19:19 Breska heilbrigðisstofnunin, NHS, segir að slíkar aðgerðir eigi ekki að vera gerðar á stúlkum yngri en 18 ára. Vísir/Getty Breskar stúlkur allt niður í níu ár að aldri sækjast eftir að fara í lýtaaðgerðir á skapabörmum vegna óánægju með útlit þeirra.Frá þessu er greint í frétt á vef BBC. Þar er rætt við Dr. Naomi Crouch, kvensjúkdómalækni sem sérhæfir sig í þjónustu við unglingsstúlkur, segist hafa áhyggjur af því að heimilislæknar vísi ungum stúlkum, sem vilji slíka aðgerð, til lýtalækna. Aðgerðin lýsir sér þannig að skapabarmarnir eru styttir eða endurmótaðir. Breska heilbrigðisstofnunin, NHS, segir að slíkar aðgerðir eigi ekki að vera gerðar á stúlkum yngri en 18 ára. Á árunum 2015 og 2016 gengust 200 stúlkur undir átján ára aldri undir slíka aðgerð í Bretlandi. Þar af höfðu rúmlega 150 þeirra ekki náð 15 ára aldri. Grouch segist aldrei á sínum ferli séð stúlku sem þyrfti á slíkri aðgerð að halda, en að margar stúlkur sem leiti til hennar lýsi yfir áhyggjum af útliti kynfæra sinna. Hún segir að slíkar aðgerðir eigi einungis að vera framkvæmdar ef læknisfræðileg nauðsyn er til. „Ég á mjög erfitt með að trúa því að 150 stúkur séu með afbrigðilega skapabarma sem krefjist aðgerðar,“ segir Grouch.Kynfæri fólks misjöfn rétt eins og andlit Paquitea de Zulueta hefur starfað sem heimilislæknir í rúmlega 30 ár. Hún segir að það hafi færst í aukana að stúlkur í kringum 11-13 ára haldi að eitthvað sé að kynfærum þeirra. „Þær halda að innri barmarnir eigi að vera ósýnilegir, næstum eins og á Barbie dúkku, en staðreyndin er sú að þetta er misjafnt,“ segir de Zulueta. Hún telur að vandamálið megi rekja til óraunsærra útlitsstaðla sem birtist stúlkum í klámi og í gegnum samfélagsmiðla. „Það er ekki næg fræðsla en það ætti að byrja snemma að útskýra að þetta er alls konar. Alveg eins og við erum öll ólík í framan þá erum við öll ólík þarna niðri og það er allt í lagi.“ Samkvæmt NHS fá engar stúlkur undir 18 ára að fara í slíka aðgerð nema af læknisfræðilegum ástæðum. De Zulueta segir að stúlkur séu meðvitaðar um að þær þurfi að ýkja líkamleg einkenni til að fá að fara í slíka aðgerð. „Þær eru meðvitaðar um að þær eru líklegri til að fá að gangast undir aðgerð ef þær sgja að þetta hafi áhrif á kynlíf eða íþróttir.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Breskar stúlkur allt niður í níu ár að aldri sækjast eftir að fara í lýtaaðgerðir á skapabörmum vegna óánægju með útlit þeirra.Frá þessu er greint í frétt á vef BBC. Þar er rætt við Dr. Naomi Crouch, kvensjúkdómalækni sem sérhæfir sig í þjónustu við unglingsstúlkur, segist hafa áhyggjur af því að heimilislæknar vísi ungum stúlkum, sem vilji slíka aðgerð, til lýtalækna. Aðgerðin lýsir sér þannig að skapabarmarnir eru styttir eða endurmótaðir. Breska heilbrigðisstofnunin, NHS, segir að slíkar aðgerðir eigi ekki að vera gerðar á stúlkum yngri en 18 ára. Á árunum 2015 og 2016 gengust 200 stúlkur undir átján ára aldri undir slíka aðgerð í Bretlandi. Þar af höfðu rúmlega 150 þeirra ekki náð 15 ára aldri. Grouch segist aldrei á sínum ferli séð stúlku sem þyrfti á slíkri aðgerð að halda, en að margar stúlkur sem leiti til hennar lýsi yfir áhyggjum af útliti kynfæra sinna. Hún segir að slíkar aðgerðir eigi einungis að vera framkvæmdar ef læknisfræðileg nauðsyn er til. „Ég á mjög erfitt með að trúa því að 150 stúkur séu með afbrigðilega skapabarma sem krefjist aðgerðar,“ segir Grouch.Kynfæri fólks misjöfn rétt eins og andlit Paquitea de Zulueta hefur starfað sem heimilislæknir í rúmlega 30 ár. Hún segir að það hafi færst í aukana að stúlkur í kringum 11-13 ára haldi að eitthvað sé að kynfærum þeirra. „Þær halda að innri barmarnir eigi að vera ósýnilegir, næstum eins og á Barbie dúkku, en staðreyndin er sú að þetta er misjafnt,“ segir de Zulueta. Hún telur að vandamálið megi rekja til óraunsærra útlitsstaðla sem birtist stúlkum í klámi og í gegnum samfélagsmiðla. „Það er ekki næg fræðsla en það ætti að byrja snemma að útskýra að þetta er alls konar. Alveg eins og við erum öll ólík í framan þá erum við öll ólík þarna niðri og það er allt í lagi.“ Samkvæmt NHS fá engar stúlkur undir 18 ára að fara í slíka aðgerð nema af læknisfræðilegum ástæðum. De Zulueta segir að stúlkur séu meðvitaðar um að þær þurfi að ýkja líkamleg einkenni til að fá að fara í slíka aðgerð. „Þær eru meðvitaðar um að þær eru líklegri til að fá að gangast undir aðgerð ef þær sgja að þetta hafi áhrif á kynlíf eða íþróttir.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira