Enski boltinn

Enn kaupir Everton | Keane kominn frá Burnley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Keane er kominn í blátt.
Michael Keane er kominn í blátt. Vísir/Getty
Everton heldur áfram að styrkja lið sitt fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni en félagið staðfesti í kvöld að það hafi gengið frá samningum við Michael Keane, varnarmann sem kemur frá Burnley.

Keane átti eitt ár eftir af samningi sínum við Burnley og voru mörg lið á höttunum eftir honum. Hann mun líklega mynda sterkt miðvarðapar með Ashley Williams í hjarta varnar Everton.

Hann gæti kostað félagið 30 milljónir punda ef hann uppfyllir öll skilyrði samningsins og jafna þar með félagsmet sem dýrasti leikmaður Everton.

Þetta eru fjórðu kaup Everton í sumar en félagið hefur eytt meira en 100 milljónum punda í leikmenn í sumar. Jordan Pickford kom frá Sunderland, Daviy Klaasen frá Ajax og Henry Onyekuru frá Eupen.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur lengi verið orðaður við Everton og mun Swansea þegar hafnað tilboðum frá félaginu í íslenska landsliðsmanninn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×