Erlent

Forseti Venesúela hækkar lágmarkslaun á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Nicolás Maduro er forseti Venesúela.
Nicolás Maduro er forseti Venesúela. Vísir/AFP
Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur ákveðið að hækka lágmarkslaun í landinu um 50 prósent.

Í frétt Aftonbladet kemur fram að þetta sé þriðja hækkunin á þessu ári en í janúar voru lágmarkslaun hækkuð um 50 prósent í janúar og svo aftur um 60 prósent í apríl.

Þrátt fyrir þessar miklu hækkanir eiga fjölmargir Venesúelamenn í mestu vandræðum með að hafa í sig og á vegna gríðarlegrar verðbólgu í landinu.

Venesúela býr yfir einhverjum mestu olíuauðlindum í heiminum en lækkun heimsmarkaðsverðs hefur leitt til minnkandi tekna fyrir ríkissjóð.

Mikill vöruskortur hefur verið í landinu síðustu mánuði og hafa fjölmenn mótmæli gegn ríkisstjórninni verið á götum stærstu borga landsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×