Milljarða jörð til sölu Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2017 06:00 Um 70% allra ferðamanna sem koma til landsins fara gullna hringinn. Þar sem Neðri Dalur er næst Geysissvæðinu eru aðeins 350-400 metrar. Mynd/Stakfell Jörðin Neðri-Dalur í Biskupstungum er komin í söluferli hjá fasteignasölunni Stakfelli og er ásett verð 1,2 milljarðar króna. Jörðin er 1.200 hektarar að stærð og er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal. Hægt að skoða frekari upplýsingar um jörðina inn á Fasteignavef Vísis. „Söluferlið er að hefjast af fullum þunga núna. Það er verið að kynna jörðina til útlendinga meðal annars en íslenskir aðilar hafa líka sýnt henni áhuga,“ segir Böðvar Sigurbjörnsson, fasteignasali hjá Stakfelli. Búið er að útbúa myndarlega sölukynningu á jörðinni á íslensku og ensku. „Það er ekkert launungarmál að þegar svona jörð kemur í sölu við álíka náttúruundur og Geysir er þá vekur það athygli, burtséð frá landgæðum jarðarinnar sem eru gríðarleg. Hún er stór, þarna er heitt vatn, kaldavatnslind, á með silungi og laxi og Bjarnafell tilheyrir henni með sínu ótrúlega útsýni. Fyrir utan það þá liggur hún við einn fjölfarnasta ferðamannastað landsins,“ segir Böðvar. Átta bræður eiga jörðina og munu þeir taka skika fyrir sumarbústaði sína. „Það eru þreifingar frá ýmsum aðilum. Miðað við þann fjölda fyrirspurna myndi ekki koma á óvart ef það fæst gott verð fyrir hana. Ég myndi halda að þetta væri fyrsta milljarða jörðin. Hún er einstök hvað verðið varðar en hún stendur undir því,“ segir Böðvar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Jörðin Neðri-Dalur í Biskupstungum er komin í söluferli hjá fasteignasölunni Stakfelli og er ásett verð 1,2 milljarðar króna. Jörðin er 1.200 hektarar að stærð og er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal. Hægt að skoða frekari upplýsingar um jörðina inn á Fasteignavef Vísis. „Söluferlið er að hefjast af fullum þunga núna. Það er verið að kynna jörðina til útlendinga meðal annars en íslenskir aðilar hafa líka sýnt henni áhuga,“ segir Böðvar Sigurbjörnsson, fasteignasali hjá Stakfelli. Búið er að útbúa myndarlega sölukynningu á jörðinni á íslensku og ensku. „Það er ekkert launungarmál að þegar svona jörð kemur í sölu við álíka náttúruundur og Geysir er þá vekur það athygli, burtséð frá landgæðum jarðarinnar sem eru gríðarleg. Hún er stór, þarna er heitt vatn, kaldavatnslind, á með silungi og laxi og Bjarnafell tilheyrir henni með sínu ótrúlega útsýni. Fyrir utan það þá liggur hún við einn fjölfarnasta ferðamannastað landsins,“ segir Böðvar. Átta bræður eiga jörðina og munu þeir taka skika fyrir sumarbústaði sína. „Það eru þreifingar frá ýmsum aðilum. Miðað við þann fjölda fyrirspurna myndi ekki koma á óvart ef það fæst gott verð fyrir hana. Ég myndi halda að þetta væri fyrsta milljarða jörðin. Hún er einstök hvað verðið varðar en hún stendur undir því,“ segir Böðvar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira