Verð á matvælum lækkar milli mánaða Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2017 13:33 Verð á matvælum lækkaði um eitt prósent milli mái og júní samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að rekja megi lækkun verðlags á matvælum og fleiri vörum á undanförnum vikum að hluta til þess að Costco hóf starfsemi. Verðhækkun á húsnæði heldur áfram að drífa áfram þá litlu verðbólgu sem mælist þessi misserin.Costco vöruhúsið hóf starfsemi sína í Garðabæ hinn 23. maí síðast liðinn og hefur því verið við lýði í um einn og hálfan mánuð. Án húsnæðis hefur verið verðhjöðnun á Íslandi síðast liðna tólf mánuði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands og hefur verðlag án húsnæðis lækkað um 3,5 prósentustig á þessum tíma. Hagdeild Alþýðusambandsins Íslands fylgist náið með verðlagi helstu verslana á Íslandi. Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að greina megi titring í versluninni eftir að Costco tók til starfa og verð hafi lækkað. „Við sjáum kannski einhverja vísbendingu í nýjustu tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs sem komu í síðustu viku. Þar sér maður merki um að þetta er líklega að hafa áhrif víða og á ýmsum mörkuðum. Matvara t.d. lækkaði um ríflega eitt prósent sem er talsvert milli mánaða,“ segir Henný. Þá hafi til dæmis verð á lyfjum og raftækjum lækkað. Að einhverjum hluta megi rekja þessar verðlækkanir til tilkomu Costco og meiri samkeppni á markaði. „Við skulum vona það. Þetta er nýtt enn þá og maður þarf kannski að horfa á áhrifin af svona breytingu yfir svolítið lengri tíma. Við erum í okkar verðlagseftirliti núna að mæla og skoða og munum fylgjast vel með,“ segir Henný Mestu máli skipti að aukin samkeppni hafi varanleg áhrif. Myndin ætti að skýrast betur með haustinu.Það er í raun verðhjöðnun ef húsnæði er ekki talið með? „Já það er það og verðlag var óbreytt á milli mánaða núna. Húsnæði er og hefur verið að drífa þá verðbólgu sem er áfram. Það hefur ekki orðið nein breyting á því og þetta ýtir þá undir það,“ segir Henný Hinz. Neytendur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Verð á matvælum lækkaði um eitt prósent milli mái og júní samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að rekja megi lækkun verðlags á matvælum og fleiri vörum á undanförnum vikum að hluta til þess að Costco hóf starfsemi. Verðhækkun á húsnæði heldur áfram að drífa áfram þá litlu verðbólgu sem mælist þessi misserin.Costco vöruhúsið hóf starfsemi sína í Garðabæ hinn 23. maí síðast liðinn og hefur því verið við lýði í um einn og hálfan mánuð. Án húsnæðis hefur verið verðhjöðnun á Íslandi síðast liðna tólf mánuði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands og hefur verðlag án húsnæðis lækkað um 3,5 prósentustig á þessum tíma. Hagdeild Alþýðusambandsins Íslands fylgist náið með verðlagi helstu verslana á Íslandi. Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að greina megi titring í versluninni eftir að Costco tók til starfa og verð hafi lækkað. „Við sjáum kannski einhverja vísbendingu í nýjustu tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs sem komu í síðustu viku. Þar sér maður merki um að þetta er líklega að hafa áhrif víða og á ýmsum mörkuðum. Matvara t.d. lækkaði um ríflega eitt prósent sem er talsvert milli mánaða,“ segir Henný. Þá hafi til dæmis verð á lyfjum og raftækjum lækkað. Að einhverjum hluta megi rekja þessar verðlækkanir til tilkomu Costco og meiri samkeppni á markaði. „Við skulum vona það. Þetta er nýtt enn þá og maður þarf kannski að horfa á áhrifin af svona breytingu yfir svolítið lengri tíma. Við erum í okkar verðlagseftirliti núna að mæla og skoða og munum fylgjast vel með,“ segir Henný Mestu máli skipti að aukin samkeppni hafi varanleg áhrif. Myndin ætti að skýrast betur með haustinu.Það er í raun verðhjöðnun ef húsnæði er ekki talið með? „Já það er það og verðlag var óbreytt á milli mánaða núna. Húsnæði er og hefur verið að drífa þá verðbólgu sem er áfram. Það hefur ekki orðið nein breyting á því og þetta ýtir þá undir það,“ segir Henný Hinz.
Neytendur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira