Notalegheit sem smitast út á götur Sigló Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2017 10:15 "Gestum gefst kostur á að spila og syngja með og fá sér tesopa,“ segir Mónika Dís. Vísir/Ernir „Dagskráin er metnaðarfull og fjölþjóðleikinn áberandi. Sem dæmi um langt að komna listamenn má nefna Mamady Sano, heimsfrægan tónlistarmann frá Gíneu, með flokk sinn Barakan Dance and Drums, líka þjóðlagasveitina Trato frá Síle. Og frá Kanada kemur margverðlaunað þjóðlagadúó, Sophie and Fiachra,“ segir Mónika Dís Árnadóttir. Hún er framkvæmdastjóri Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði í fimmta skipti og vinnur náið með Gunnsteini Ólafssyni, stofnanda og listrænum stjórnanda hátíðarinnar. Hvernig fara þau að því að fá fólk úr öllum áttum og halda því uppi norður í Fjallabyggð? „Þetta er mikið batterí,“ viðurkennir hún. „Gunnsteinn er gríðarlega duglegur að hafa samband við fólk og svo fáum við margar fyrirspurnir alls staðar að frá fólki sem vill koma fram á hátíðinni og einnig tengla á tónlist þess. Almenna reglan er að borga undir listafólk en sumt er þegar komið með styrki og er á ferðinni.“Sophie Lavoie og Fiachra O'Regan frá Kanada kynna írska tónlist sem barst vestur um haf með innflytjendum.Mónika Dís segir Finna koma sterka inn, til dæmis dúóið Amanda Kauranne og Mikko H. Haapoja sem verður með magnaða listinnsetningu í gömlum lýsistanki. „Vin í eyðimörkinni er vídeóverk og tónlist, hvort tveggja innblásið af náttúruhljóðum og myndum frá Kirjálahéraði, Helsinki og Siglufirði. Þau Amanda og Mikko verða sjálf í tankinum hluta úr dögum og gestum gefst kostur á að fá sér tesopa með þeim og spila og syngja. Allt hluti af innsetningunni,“ lýsir hún. Mónika nefnir líka Svíana, þjóðlagasöngkonuna Malin Gunnarsson og Krilja-tríóið sem flytur rússneska sígaunatónlist. Jafnvel Íslendingarnir velja flestir tónlist frá framandi slóðum, Svanlaug Jóhannsdóttir er með argentínska tangóa og Björg Brjánsdóttir frumflytur hér á landi nýlegan flautukonsert eftir pólska tónskáldið Marcin Blazewicz ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Frá Egilsstöðum kemur svo kvennakórinn Vaseele Bebe og syngur kröftug lög af Balkanskaga sem einkennast af því að þar beitir fólk röddinni með öðrum hætti en við eigum að venjast, að sögn Móniku.Hyvä Trio frá Finnlandi leikur frumsamda þjóðlagaskotna tónlist.Ekki má gleyma Kalmanskórnum með ljóð og lög úr safni Þórðar Kristleifssonar, Ragnheiði Gröndal og Guðmundi Péturssyni með íslenska og enska ástarsöngva, Svöfu Þórhallsdóttur sem syngur tónlist eftir Grieg eða Tinnu Árnadóttur sem flytur lög Inga T., Jóns Múla og fleiri Austfirðinga. Né heldur Í-tríói sem heldur bæði tónleika og harmóníkudansleik. Þá eru ótalin námskeiðin sem eru samhliða tónlistardagskránni en upplýsingar um alla dagskrána eru á siglofestival.com. „Þetta er góður pakki,“ segir Mónika. „Notalegheit sem smitast út á götur Sigló. Það er svo gaman að rölta gegnum bæinn á næsta tónleikastað.“ Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Dagskráin er metnaðarfull og fjölþjóðleikinn áberandi. Sem dæmi um langt að komna listamenn má nefna Mamady Sano, heimsfrægan tónlistarmann frá Gíneu, með flokk sinn Barakan Dance and Drums, líka þjóðlagasveitina Trato frá Síle. Og frá Kanada kemur margverðlaunað þjóðlagadúó, Sophie and Fiachra,“ segir Mónika Dís Árnadóttir. Hún er framkvæmdastjóri Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði í fimmta skipti og vinnur náið með Gunnsteini Ólafssyni, stofnanda og listrænum stjórnanda hátíðarinnar. Hvernig fara þau að því að fá fólk úr öllum áttum og halda því uppi norður í Fjallabyggð? „Þetta er mikið batterí,“ viðurkennir hún. „Gunnsteinn er gríðarlega duglegur að hafa samband við fólk og svo fáum við margar fyrirspurnir alls staðar að frá fólki sem vill koma fram á hátíðinni og einnig tengla á tónlist þess. Almenna reglan er að borga undir listafólk en sumt er þegar komið með styrki og er á ferðinni.“Sophie Lavoie og Fiachra O'Regan frá Kanada kynna írska tónlist sem barst vestur um haf með innflytjendum.Mónika Dís segir Finna koma sterka inn, til dæmis dúóið Amanda Kauranne og Mikko H. Haapoja sem verður með magnaða listinnsetningu í gömlum lýsistanki. „Vin í eyðimörkinni er vídeóverk og tónlist, hvort tveggja innblásið af náttúruhljóðum og myndum frá Kirjálahéraði, Helsinki og Siglufirði. Þau Amanda og Mikko verða sjálf í tankinum hluta úr dögum og gestum gefst kostur á að fá sér tesopa með þeim og spila og syngja. Allt hluti af innsetningunni,“ lýsir hún. Mónika nefnir líka Svíana, þjóðlagasöngkonuna Malin Gunnarsson og Krilja-tríóið sem flytur rússneska sígaunatónlist. Jafnvel Íslendingarnir velja flestir tónlist frá framandi slóðum, Svanlaug Jóhannsdóttir er með argentínska tangóa og Björg Brjánsdóttir frumflytur hér á landi nýlegan flautukonsert eftir pólska tónskáldið Marcin Blazewicz ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Frá Egilsstöðum kemur svo kvennakórinn Vaseele Bebe og syngur kröftug lög af Balkanskaga sem einkennast af því að þar beitir fólk röddinni með öðrum hætti en við eigum að venjast, að sögn Móniku.Hyvä Trio frá Finnlandi leikur frumsamda þjóðlagaskotna tónlist.Ekki má gleyma Kalmanskórnum með ljóð og lög úr safni Þórðar Kristleifssonar, Ragnheiði Gröndal og Guðmundi Péturssyni með íslenska og enska ástarsöngva, Svöfu Þórhallsdóttur sem syngur tónlist eftir Grieg eða Tinnu Árnadóttur sem flytur lög Inga T., Jóns Múla og fleiri Austfirðinga. Né heldur Í-tríói sem heldur bæði tónleika og harmóníkudansleik. Þá eru ótalin námskeiðin sem eru samhliða tónlistardagskránni en upplýsingar um alla dagskrána eru á siglofestival.com. „Þetta er góður pakki,“ segir Mónika. „Notalegheit sem smitast út á götur Sigló. Það er svo gaman að rölta gegnum bæinn á næsta tónleikastað.“
Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira