Íslendingurinn Fiann Paul er leiðtogi átta manna hóps sem hélt í dag af stað í mikla ævintýraför. Ætlar hann að róa yfir Norður-Íshafið og slá með því mörg heimsmet.
Liðsmenn Polar row verkefnisins ætla fyrstir manna að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands.
Aldrei hafa menn áður róið með handafli svo norðarlega á hnettinum. Hvorki mótor né segl verða um borð í bátnum svo liðsmenn þurfa að treysta alfarið á sjálfa sig í sterkum og óútreiknanlegu vindum á svæðinu.
Fiann er eini maðurinn sem róið hefur yfir Atlantshaf, Indlandshaf og Kyrrahafið og nú bætist fjórða hafið við. Takist leiðangurinn mun hann státa af alls tíu heimsmetum þegar verkefninu lýkur. Meðal liðsmanna er tvöfaldur Ólympíugullhafi og margfaldur heimsmeistari.
Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt er rætt við Fiann um markmið ferðarinnar og fleira. Þá eru nánari upplýsingar um leiðangurinn hér.
Innlent