Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. júlí 2017 12:32 Samkeppniseftirlitið ógilti í gær samruna Lyfju og Haga. Vísir Samruni Lyfju og Haga hefði leitt til samþjöppunar á þeim mörkuðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Hann hefði leitt til þess að á þeim markaði hefði horfið samkeppni sem nú er á milli Haga og Lyfju. Breytingarnar hefðu verið til þess fallnar að skaða samkeppni, almenningi og atvinnulífi til tjóns. Þetta er mat Samkeppniseftirlitsins sem taldi óhjákvæmilegt að ógilda samruna félaganna í gær. Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að hið sameinaða fyrirtæki hefði haft umtalsverða samkeppnislega yfirburði umfram aðra keppinauta, meðal annars vegna efnahagslegs styrkleika og sterkrar stöðu í innflutningi og dreifingu á tilteknum sviðum, sem erfitt hefði verið að keppa við. Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. Með ógildingu samrunans sé komið í veg fyrir að neytendur verði fyrir tjóni sem ella hefði leitt af honum, til dæmis í formi hærra verðs, skertrar þjónustu eða minna vöruúrvals. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins beindist jafnframt að því hvort staða Haga á dagvörumarkaði hefði breyst á undanförnum árum, en samkeppnisyfirvöld og dómstólar höfðu í eldri málum komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri í markaðsráðandi stöðu. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru Hagar enn í markaðsráðandi stöðu. Í því sambandi var meðal annars litið til mikillar markaðshlutdeildar fyrirtækisins, en sjónarmið viðskiptavina og keppinauta, sem aflað var, hafi einnig gefið til kynna að staða fyrirtækisins sé sterk.Enn ráðandi eftir komu Costco Í samrunamálum ber Samkeppniseftirlitinu lögum samkvæmt að taka ákvörðun innan tiltekins tímafrests. Skammt er síðan Costco hóf starfsemi hér á landi. Í málinu var, eins og mögulegt var, rannsakað hvaða áhrif starfsemi Costco hefði á þá markaði sem málið varðaði. Aflað var tölulegra upplýsinga og sjónarmiða frá Costco og öðrum smásölum og birgjum á viðkomandi mörkuðum, niðurstöður ýmissa greiningaraðila skoðaðar, aflað upplýsinga um reynslu af opnun Costco annars staðar og aflað gagna um reynslu annarra erlendra smásölufyrirtækja sem hafa hafið starfsemi hér á landi. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna var síðan stillt upp mismunandi sviðsmyndum um möguleg áhrif Costco til lengri tíma litið. Er það niðurstaða rannsóknarinnar að opnun og tilvist Costco á íslenskum markaði hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, einkum á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Full ástæða sé hins vegar til að fylgjast náið með þróun markaðarins á næstu misserum. Tengdar fréttir Hagar ákveða áfrýjun síðar Hagar tilkynntu í apríl um kaup á Olís. Finnur segir þessa ákvörðun engin áhrif hafa á þau áform. 18. júlí 2017 07:00 Hlutabréf í Högum lækka í verði við opnun markaða Hlutabréf í Högum hafa lækkað í verði um tæp 4% á fyrsta hálftímanum eftir opnun kauphallarinnar í dag. 18. júlí 2017 10:01 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Samruni Lyfju og Haga hefði leitt til samþjöppunar á þeim mörkuðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Hann hefði leitt til þess að á þeim markaði hefði horfið samkeppni sem nú er á milli Haga og Lyfju. Breytingarnar hefðu verið til þess fallnar að skaða samkeppni, almenningi og atvinnulífi til tjóns. Þetta er mat Samkeppniseftirlitsins sem taldi óhjákvæmilegt að ógilda samruna félaganna í gær. Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að hið sameinaða fyrirtæki hefði haft umtalsverða samkeppnislega yfirburði umfram aðra keppinauta, meðal annars vegna efnahagslegs styrkleika og sterkrar stöðu í innflutningi og dreifingu á tilteknum sviðum, sem erfitt hefði verið að keppa við. Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. Með ógildingu samrunans sé komið í veg fyrir að neytendur verði fyrir tjóni sem ella hefði leitt af honum, til dæmis í formi hærra verðs, skertrar þjónustu eða minna vöruúrvals. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins beindist jafnframt að því hvort staða Haga á dagvörumarkaði hefði breyst á undanförnum árum, en samkeppnisyfirvöld og dómstólar höfðu í eldri málum komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri í markaðsráðandi stöðu. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru Hagar enn í markaðsráðandi stöðu. Í því sambandi var meðal annars litið til mikillar markaðshlutdeildar fyrirtækisins, en sjónarmið viðskiptavina og keppinauta, sem aflað var, hafi einnig gefið til kynna að staða fyrirtækisins sé sterk.Enn ráðandi eftir komu Costco Í samrunamálum ber Samkeppniseftirlitinu lögum samkvæmt að taka ákvörðun innan tiltekins tímafrests. Skammt er síðan Costco hóf starfsemi hér á landi. Í málinu var, eins og mögulegt var, rannsakað hvaða áhrif starfsemi Costco hefði á þá markaði sem málið varðaði. Aflað var tölulegra upplýsinga og sjónarmiða frá Costco og öðrum smásölum og birgjum á viðkomandi mörkuðum, niðurstöður ýmissa greiningaraðila skoðaðar, aflað upplýsinga um reynslu af opnun Costco annars staðar og aflað gagna um reynslu annarra erlendra smásölufyrirtækja sem hafa hafið starfsemi hér á landi. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna var síðan stillt upp mismunandi sviðsmyndum um möguleg áhrif Costco til lengri tíma litið. Er það niðurstaða rannsóknarinnar að opnun og tilvist Costco á íslenskum markaði hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, einkum á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Full ástæða sé hins vegar til að fylgjast náið með þróun markaðarins á næstu misserum.
Tengdar fréttir Hagar ákveða áfrýjun síðar Hagar tilkynntu í apríl um kaup á Olís. Finnur segir þessa ákvörðun engin áhrif hafa á þau áform. 18. júlí 2017 07:00 Hlutabréf í Högum lækka í verði við opnun markaða Hlutabréf í Högum hafa lækkað í verði um tæp 4% á fyrsta hálftímanum eftir opnun kauphallarinnar í dag. 18. júlí 2017 10:01 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Hagar ákveða áfrýjun síðar Hagar tilkynntu í apríl um kaup á Olís. Finnur segir þessa ákvörðun engin áhrif hafa á þau áform. 18. júlí 2017 07:00
Hlutabréf í Högum lækka í verði við opnun markaða Hlutabréf í Högum hafa lækkað í verði um tæp 4% á fyrsta hálftímanum eftir opnun kauphallarinnar í dag. 18. júlí 2017 10:01
Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47