Erlent

R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögmaður söngvarans segir að unnið verði að því að hreinsa nafn hans og að þeir sem hafi sakað hann um ofbeldi verði sóttir til saka.
Lögmaður söngvarans segir að unnið verði að því að hreinsa nafn hans og að þeir sem hafi sakað hann um ofbeldi verði sóttir til saka. Vísir/Getty

Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini.



Lögmaður söngvarans segir að unnið verði að því að hreinsa nafn hans og að þeir sem hafi sakað hann um ofbeldi verði sóttir til saka.



„Robert Kelly er skelkaður og ringlaður yfir þessum ásökunum í hans garð. Herra Kelly neitar þessum ásökunum afdráttarlaust,“ sagði Linda Mensch, lögmaður Kelly, í yfirlýsingu.



Þrjár konur, Cheryl Mack, Kitty Jones og Asante McGee, fyrrum vinkonur söngvarans, hafa stigið fram með alvarlegar ásakanir á hendur söngvaranum. Þær lýsa honum sem sjúklega stjórnsömum einstaklingi. Hann stjórni konunum að öllu leyti, ráði hvernig þær klæða sig, hvernig þær haga sér, hvenær þær fá að baða sig og sofa.



Kelly er meðal annars sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi þar sem hann hann hafi tekið upp myndefni sem sýnir hann stunda kynmök með konunum. Í kjölfarið hafi hann sýnt karlkyns vinum sínum myndefnið.



Kelly var árið 2008 sýknaður af ákæru um að hafa framleitt barnaklám eftir að myndband leit dagsins ljós þar sem hann sást stunda kynmök við fjórtán ára gamla stúlku.


Tengdar fréttir

R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna

Söngvarinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur undir nafninu R. Kelly er gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×