Sport

Aníta fékk silfur í Póllandi

Elías Orri Njarðarson skrifar
Aníta hefur gert það gott í sumar.
Aníta hefur gert það gott í sumar. vísir/hanna
Aníta Hinriksdóttir keppti til úrslita í 800 m hlaupi kvenna á Evrópumóti 23 ára og yngri sem fram fór í Póllandi.

Aníta var á fimmtu braut í hlaupinu og byrjaði af miklum krafti. Hlaupið var jafnt fyrstu 150 metrana en eftir þá gaf Aníta í og tók forskotið.



Aníta leiddi hlaupið framan af og á eftir henni var Renée Eykens, frá Belgíu. Þær tvær stungu hina keppendurnar af og var keppnin á milli þeirra æsispennandi.

Aníta missti síðan forskotið til Eykens, þegar lítið var eftir af hlaupinu, eftir að Belginn setti allt í botn og náði að komast fram úr Anítu. Eykens kom fyrst í mark á tímanum 2:04,73 og Aníta kom á eftir henni á tímanum 2:05,02. Í þriðja sæti var svo Hannah Segrave, frá Bretlandi, á tímanum 2:05,53.



Silfur er niðurstaðan fyrir Anítu sem getur verið ánægð með verðlaunasæti en þrátt fyrir það svekkt með að hafa misst af fyrsta sætinu á lokametrunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira
×