Ár liðið frá valdaránstilrauninni í Tyrklandi Ingvar Þór Björnsson skrifar 15. júlí 2017 10:29 Recap Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Hann hefur gegnt því embætti frá árinu 2014. Fjölmargir viðburðir verða haldnir víðs vegar í Tyrklandi í dag til að minnast þess að ár er liðið frá misheppnaðri valdaránstilraun þar í landi. Tilraunin var gerð af hluta Tyrklandshers en 260 manns létust í átökunum og að minnsta kosti 2196 slösuðust. Síðan þá hefur ríkisstjórnin rekið rúmlega 150 þúsund ríkisstarfsmenn. Þá hafa um 50.000 manns verið handteknir. Fyrstu dómarnir féllu í síðasta mánuði en þá dæmdi dómstóll í Ankara tuttugu og þrjá einstaklinga í lífstíðarfangelsi fyrir frelsissviptingu og að virða stjórnarskrána að vettugi. Ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að uppræta stuðningsmenn tilraunarinnar. Auglýsingaskilti í Istanbúl þar sem sigri Erdogan er gert hátt undir höfði. Auglýsingaskilti af þessari gerð má finna víða í Tyrklandi í dag.Í gær voru sjö þúsund embættismenn og opinberir starfsmenn reknir samkvæmt tilskipun frá ríkisstjórninni. Rúmlega tvö þúsund lögreglumenn eru í þeim hópi og um þrjú hundruð háskólaprófessorar. Andstæðingar Erdogan telja að með þessum aðgerðum sé forsetinn að taka pólitíska andstæðinga sína úr umferð en í síðustu viku komu hundruðir þúsunda saman í Istanbúl til að mótmæla þessum aðgerðum. Skipuleggjandi mótmælanna, stjórnarandstæðingurinn Kemal Kilicdaroglu, fordæmdi valdaránstilraunina en sagði að aðgerðir Erdogans séu í raun og veru önnur valdaránstilraun. Forsetinn sakaði hins vegar mótmælendur um að styðja hryðjuverk.Fethullah Gulen á heimili sínu í Bandaríkjunum. Hann var eitt sinn bandamaður Erdogans en flúði til Bandaríkjanna árið 1999 þegar Erdogan hugðistað kæra hann fyrir landráð.Fjölmennar samkomur munu eiga sér stað seinna í dag. Til að mynda mun forsetinn ávarpa þingið á þeim tíma þegar það var sprengt fyrir ári. Einnig mun hann fagna deginum með stuðningmönnum sínum í Istanbúl á Bosphorus brúnni þar sem almenningur stóð upp í hárinu á hernum. Yfirvöld í Tyrklandi hafa sakað hreyfingu hliðhollri klerkinum Fethullah Gulen um að skipuleggja valdaránstilraunin. Gulen, sem býr í borginni Saylorsburgh í Bandaríkjunum, neitar allri aðild. Bandarísk yfirvöld hafa ekki fallist á að framselja hann til Tyrklands þrátt fyrir formlega beiðni Erdogans. Gulen hefur einnig fært rök fyrir því að valdaránstilraunin hafi verið sviðsett.Recap Tayyip Erdogan hefur gegnt embætti forseta Tyrklands frá árinu 2014. Hann var forsætisráðherra frá árinu 2003 og fram að embættistöku sinni sem forseti. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Fjölmargir viðburðir verða haldnir víðs vegar í Tyrklandi í dag til að minnast þess að ár er liðið frá misheppnaðri valdaránstilraun þar í landi. Tilraunin var gerð af hluta Tyrklandshers en 260 manns létust í átökunum og að minnsta kosti 2196 slösuðust. Síðan þá hefur ríkisstjórnin rekið rúmlega 150 þúsund ríkisstarfsmenn. Þá hafa um 50.000 manns verið handteknir. Fyrstu dómarnir féllu í síðasta mánuði en þá dæmdi dómstóll í Ankara tuttugu og þrjá einstaklinga í lífstíðarfangelsi fyrir frelsissviptingu og að virða stjórnarskrána að vettugi. Ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að uppræta stuðningsmenn tilraunarinnar. Auglýsingaskilti í Istanbúl þar sem sigri Erdogan er gert hátt undir höfði. Auglýsingaskilti af þessari gerð má finna víða í Tyrklandi í dag.Í gær voru sjö þúsund embættismenn og opinberir starfsmenn reknir samkvæmt tilskipun frá ríkisstjórninni. Rúmlega tvö þúsund lögreglumenn eru í þeim hópi og um þrjú hundruð háskólaprófessorar. Andstæðingar Erdogan telja að með þessum aðgerðum sé forsetinn að taka pólitíska andstæðinga sína úr umferð en í síðustu viku komu hundruðir þúsunda saman í Istanbúl til að mótmæla þessum aðgerðum. Skipuleggjandi mótmælanna, stjórnarandstæðingurinn Kemal Kilicdaroglu, fordæmdi valdaránstilraunina en sagði að aðgerðir Erdogans séu í raun og veru önnur valdaránstilraun. Forsetinn sakaði hins vegar mótmælendur um að styðja hryðjuverk.Fethullah Gulen á heimili sínu í Bandaríkjunum. Hann var eitt sinn bandamaður Erdogans en flúði til Bandaríkjanna árið 1999 þegar Erdogan hugðistað kæra hann fyrir landráð.Fjölmennar samkomur munu eiga sér stað seinna í dag. Til að mynda mun forsetinn ávarpa þingið á þeim tíma þegar það var sprengt fyrir ári. Einnig mun hann fagna deginum með stuðningmönnum sínum í Istanbúl á Bosphorus brúnni þar sem almenningur stóð upp í hárinu á hernum. Yfirvöld í Tyrklandi hafa sakað hreyfingu hliðhollri klerkinum Fethullah Gulen um að skipuleggja valdaránstilraunin. Gulen, sem býr í borginni Saylorsburgh í Bandaríkjunum, neitar allri aðild. Bandarísk yfirvöld hafa ekki fallist á að framselja hann til Tyrklands þrátt fyrir formlega beiðni Erdogans. Gulen hefur einnig fært rök fyrir því að valdaránstilraunin hafi verið sviðsett.Recap Tayyip Erdogan hefur gegnt embætti forseta Tyrklands frá árinu 2014. Hann var forsætisráðherra frá árinu 2003 og fram að embættistöku sinni sem forseti.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira