Frábærum degi stelpnanna lauk með komu á merkt herbergi seint í gærkvöldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2017 08:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru herbergisfélagar á EM 2017. mynd/Ksí Stelpurnar okkar komu til Ermelo í Hollandi laust eftir ellefu í gærkvöldi eftir frábæran dag heima á Íslandi þar sem þær æfðu á Laugardalsvelli og fengu svo magnaða kveðjustund í Leifsstöð.Sjá einnig:Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir Þegar komið var á hótelið í Ermelo þær sem íslenska liðið dvelur og æfir næstu tvær vikurnar að minnsta kosti biðu herbergin klár fyrir stelpurnar alveg fullbúin. Liðsstjórar Íslands voru búin að merkja hvert herbergi með myndum af leikmönnunum sem deila herbergi á meðan mótinu stendur. Tólf herbergi eru fyrir íslenska liðið á hótelinu fyrir 22 leikmenn en Harpa Þorsteinsdóttir gistir skammt frá hótelinu ásamt eiginmanni sínum og nýfæddu barni þeirra. Hún kemur til móts við liðið á morgnanna en fær frá að hverfa þegar formlegri dagskrá er lokið á hverju kvöldi.Íslenski fáninn var dreginn að húni fyrir hótelið í gær og inni var búið að setja upp KSÍ-merkið.vísir/tomNýliðarnir saman Á meðal herbergisfélaga má nefna vinkonurnar og gleðigjafana Hallberu Gísladóttur og Fanndísi Friðriksdóttur sem hafa lengi deilt herbergi og þá eru Rakel Hönnudóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir ávallt herbergisfélagar. Þær eru saman á sínu þriðja stórmóti en þær voru báðar ungar og efnilegar á EM 2009 í Finnlandi. Nýliðarnir Agla María Albertsdóttir úr Stjörnunni og Ingibjörg Sigurðardóttir úr Breiðabliki deila herbergi á meðan EM stendur en báðar nældu sér í farseðilinn á mótið með frábærri frammistöðu í síðustu vináttulandsleikjunum fyrir Evrópumótið. Annar EM-nýliði, Sigríður Lára Garðarsdóttir, gistir með Glódísi Perlu Viggósdóttur sem er á sínu öðru stórmóti og þá eru Valskonurnar Elín Metta Jensen og Málfríður Erna Sigurðardóttir herbergisfélagar.Hallbera og Fanndís eru herbergisfélagar að vanda.mynd/rúvsnappFyrsta æfing í dag Stelpurnar þurfa að vera fljótar að ná áttum eftir þennan frábæra dag í gær því fyrsta æfing í Ermelo er klukkan 11.00 að staðartíma í dag. Þær verður fjölmiðlum veittur aðgangur að nokkrum leikmönnum og mun íþróttadeild flytja frekari fréttir af mótinu í dag.Sjá einnig:Það sáust á tár á hvörmum stelpnanna okkar eftir að þær sáu þetta myndband Sérstakt aukablað um EM fylgir Fréttablaðinu í dag þar sem farið er yfir allt það helsta um íslenska liðið og móthera þess í C-riðlinum.Herbergisfélagar á EM 2017: Sandra Sigurðardóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir og Agla María Albertsdóttir Elín Metta Jensen og Málfríður Erna Sigurðardóttir Katrín Ásbjörnsdóttir og Sandra María Jessen Hallbera G. Gísladótti og Fanndís Friðriksdóttir Glódís Perla Viggósdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir Sif Atladóttir og Dagný Brynjarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir Guðbjörg Gunnarsdóttir og Gunnhildur Yrsa JónsdóttirEkki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Pistill frá Guðna Bergs: Við Íslendingar munum setja sterkan svip á þetta mót innan vallar sem utan Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem formaður þegar íslenska kvennalandsliðið keppir á Evrópumótinu í Hollandi. 14. júlí 2017 15:30 Bein útsending: Stelpurnar okkar halda á vit EM-ævintýrisins Vísir er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem stelpurnar okkar þar sem kveðjuathöfn fer fram. 14. júlí 2017 14:30 Það sáust á tár á hvörmum stelpnanna okkar eftir að þær sáu þetta myndband Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi klakkann í dag og flugu til Hollands þar sem þær spila sinn fyrsta leik á EM kvenna á þriðjudaginn kemur. 14. júlí 2017 19:00 Úr krumpugalla í Ralph Lauren | Myndir af stelpunum okkar með átta ára millibili Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru báðar á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót en íslensku stelpurnar fljúga til Hollands í dag. 14. júlí 2017 14:18 Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta flugu til Hollands í dag þar sem þær taka þátt á EM. 14. júlí 2017 22:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Stelpurnar okkar komu til Ermelo í Hollandi laust eftir ellefu í gærkvöldi eftir frábæran dag heima á Íslandi þar sem þær æfðu á Laugardalsvelli og fengu svo magnaða kveðjustund í Leifsstöð.Sjá einnig:Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir Þegar komið var á hótelið í Ermelo þær sem íslenska liðið dvelur og æfir næstu tvær vikurnar að minnsta kosti biðu herbergin klár fyrir stelpurnar alveg fullbúin. Liðsstjórar Íslands voru búin að merkja hvert herbergi með myndum af leikmönnunum sem deila herbergi á meðan mótinu stendur. Tólf herbergi eru fyrir íslenska liðið á hótelinu fyrir 22 leikmenn en Harpa Þorsteinsdóttir gistir skammt frá hótelinu ásamt eiginmanni sínum og nýfæddu barni þeirra. Hún kemur til móts við liðið á morgnanna en fær frá að hverfa þegar formlegri dagskrá er lokið á hverju kvöldi.Íslenski fáninn var dreginn að húni fyrir hótelið í gær og inni var búið að setja upp KSÍ-merkið.vísir/tomNýliðarnir saman Á meðal herbergisfélaga má nefna vinkonurnar og gleðigjafana Hallberu Gísladóttur og Fanndísi Friðriksdóttur sem hafa lengi deilt herbergi og þá eru Rakel Hönnudóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir ávallt herbergisfélagar. Þær eru saman á sínu þriðja stórmóti en þær voru báðar ungar og efnilegar á EM 2009 í Finnlandi. Nýliðarnir Agla María Albertsdóttir úr Stjörnunni og Ingibjörg Sigurðardóttir úr Breiðabliki deila herbergi á meðan EM stendur en báðar nældu sér í farseðilinn á mótið með frábærri frammistöðu í síðustu vináttulandsleikjunum fyrir Evrópumótið. Annar EM-nýliði, Sigríður Lára Garðarsdóttir, gistir með Glódísi Perlu Viggósdóttur sem er á sínu öðru stórmóti og þá eru Valskonurnar Elín Metta Jensen og Málfríður Erna Sigurðardóttir herbergisfélagar.Hallbera og Fanndís eru herbergisfélagar að vanda.mynd/rúvsnappFyrsta æfing í dag Stelpurnar þurfa að vera fljótar að ná áttum eftir þennan frábæra dag í gær því fyrsta æfing í Ermelo er klukkan 11.00 að staðartíma í dag. Þær verður fjölmiðlum veittur aðgangur að nokkrum leikmönnum og mun íþróttadeild flytja frekari fréttir af mótinu í dag.Sjá einnig:Það sáust á tár á hvörmum stelpnanna okkar eftir að þær sáu þetta myndband Sérstakt aukablað um EM fylgir Fréttablaðinu í dag þar sem farið er yfir allt það helsta um íslenska liðið og móthera þess í C-riðlinum.Herbergisfélagar á EM 2017: Sandra Sigurðardóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir og Agla María Albertsdóttir Elín Metta Jensen og Málfríður Erna Sigurðardóttir Katrín Ásbjörnsdóttir og Sandra María Jessen Hallbera G. Gísladótti og Fanndís Friðriksdóttir Glódís Perla Viggósdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir Sif Atladóttir og Dagný Brynjarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir Guðbjörg Gunnarsdóttir og Gunnhildur Yrsa JónsdóttirEkki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Pistill frá Guðna Bergs: Við Íslendingar munum setja sterkan svip á þetta mót innan vallar sem utan Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem formaður þegar íslenska kvennalandsliðið keppir á Evrópumótinu í Hollandi. 14. júlí 2017 15:30 Bein útsending: Stelpurnar okkar halda á vit EM-ævintýrisins Vísir er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem stelpurnar okkar þar sem kveðjuathöfn fer fram. 14. júlí 2017 14:30 Það sáust á tár á hvörmum stelpnanna okkar eftir að þær sáu þetta myndband Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi klakkann í dag og flugu til Hollands þar sem þær spila sinn fyrsta leik á EM kvenna á þriðjudaginn kemur. 14. júlí 2017 19:00 Úr krumpugalla í Ralph Lauren | Myndir af stelpunum okkar með átta ára millibili Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru báðar á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót en íslensku stelpurnar fljúga til Hollands í dag. 14. júlí 2017 14:18 Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta flugu til Hollands í dag þar sem þær taka þátt á EM. 14. júlí 2017 22:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Pistill frá Guðna Bergs: Við Íslendingar munum setja sterkan svip á þetta mót innan vallar sem utan Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem formaður þegar íslenska kvennalandsliðið keppir á Evrópumótinu í Hollandi. 14. júlí 2017 15:30
Bein útsending: Stelpurnar okkar halda á vit EM-ævintýrisins Vísir er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem stelpurnar okkar þar sem kveðjuathöfn fer fram. 14. júlí 2017 14:30
Það sáust á tár á hvörmum stelpnanna okkar eftir að þær sáu þetta myndband Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi klakkann í dag og flugu til Hollands þar sem þær spila sinn fyrsta leik á EM kvenna á þriðjudaginn kemur. 14. júlí 2017 19:00
Úr krumpugalla í Ralph Lauren | Myndir af stelpunum okkar með átta ára millibili Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru báðar á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót en íslensku stelpurnar fljúga til Hollands í dag. 14. júlí 2017 14:18
Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta flugu til Hollands í dag þar sem þær taka þátt á EM. 14. júlí 2017 22:00