Sjá fram á sjöföldun á ársframleiðslu á íslensku laxeldi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 14. júlí 2017 18:25 Einnig er stefnt að því að ala allt að 61 þúsund tonn af ófrjóum laxi og er það miðað við burðarþolsmat. Niðurstöður áhættumatsmats Hafrannsóknarstofnunar um erfðablöndun frá laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum sýna fram á að í lagi sé að leyfa allt að 71 þúsund tonna framleiðslu af frjóum eldislaxi hér við land. Þar af 50 þúsund tonn á Vestfjörðum og 21 þúsund tonn á Austfjörðum. Ársframleiðsla í íslensku laxeldi mun hækka úr 10 þúsundum og mun því sjöfaldast. Einnig er stefnt að því að ala allt að 61 þúsund tonn af ófrjóum laxi og er það miðað við burðarþolsmat. Þá munu 30 þúsund tonn af ófrjóum laxi vera ræktuð á Vestfjörðum aukalega og 31 þúsund tonn til viðbótar við framleiðslu á Austfjörðum. Stefnt er á að vakta laxveiðiár þegar áhættumatið verður sannreynt og uppfært. Það verður gert reglulega. Þetta gæti orðið til þess að aukning eða minnkun á leyfilegu magni á frjóum laxi í sjókvíaeldi. Matið er unnið með það fyrir augum að náttúrulegri laxastofnar hljóti ekki skaða af. Samkvæmt varúðarsjónarmiðum er miðað við að fjöldi eldislaxa í ám verði ekki meira en 4 prósent. Þá verði erfðablöndum mun lægri.Lagðar til mótvægisaðgerðir Eldissvæðin eru í mikilli fjarlægð frá helstu laxveiðiám og laxeldi er bannað á stórum hluta strandlengjunnar. Í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun kemur fram að aðstæður hafi verið bornar saman við þær í Noregi og Skotlandi en þar eru eldiskvíin í mikilli nálægð við helstu laxveiðiár og þar verði meiri blöndunaráhrif. Þar að auki hafi verið lagðar til mótvægisaðgerðir til að sporna við erfðablöndun hér á landi með því að leggja meiri áherslu á að næg hrygning sé til staðar í náttúrulegum laxveiðiám. Einnig verðu notast við stór gönguseiði í eldinu til að draga úr hættu á slysasleppingum. Þá geti aðrir þættir á borð við laxalús og endurskoðað burðarþol takmarkað umfang eldisins.Stuðst við dreifilíkan Rannsóknin var unnin í samstarfi við erlenda sérfræðinga á sviði stofnerfðafræði. Stuðst var við dreifilíkan sem sýnir hvernig laxinn dreifir sér á Vestfjörðum og Austfjörðum. Í tilkynningu kemur fram að líkanið geri ráð fyrir litlum áhrifum á náttúrlega stofna að undanskildum stofnum í Laugardalsá og Hvannadalsá/Langadalsá í Ísafjarðardjúpi en þar mun gæta nokkurra áhrifa. Breiðdalsá í Breiðdalsvík er sú á sem virðist vera í hvað mestri hættu. Þessar ár verða því vaktaðar sérstaklega. Lagt er til að ekki verði aukið laxeldi í Berufirði og að eldi verði ekki leyft í Stöðvarfirði vegna nálægðar við Breiðdalsá.Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér að neðan: Unnið var áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Matið var unnið í samstarfi með erlendum sérfræðingum á sviði stofnerfðafræði. Áhættumatið verður sannreynt og uppfært reglulega með viðamikilli vöktun í laxveiðiánum. Getur það leitt til aukningar eða minnkunar á æskilegu leyfilegu magni á frjóum laxi í sjókvíaeldi.Frumforsenda greiningarinnar er að náttúrulegir laxastofnar skaðist ekki. Sé tekið tillit til varúðarsjónarmiða er miðað við að fjöldi eldislaxa verði ekki meira en 4% í ánum en erfðablöndun verði mun lægri. Notuð voru bestu fáanleg gögn bæði innan lands og utan. Búið var til dreifingarlíkan sem sýnir hvernig eldislax getur dreifst frá eldissvæðum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Fjöldi eldislaxa sem getur komið í ár er háður fjarlægð frá eldissvæði og umfangi eldisins.Líkanið gerir almennt ráð fyrir litlum áhrifum á náttúrulega stofna fyrir utan nokkrar ár. Nokkur áhrif verða á Laugardalsá, Hvannadalsá/Langadalsá í Ísafjarðardjúpi en Breiðdalsá í Breiðdalsvík er sú á sem virðist í mestri hættu. Þessar ár þarf að vakta sérstaklega. Af þessum ástæðum er lagt til að ekki verði leyft eldi í Ísafjarðardjúpi vegna mögulegra mikilla neikvæðra áhrifa á laxastofna í Djúpinu. Af sömu ástæðum er lagt til að eldi verði ekki aukið í Berufirði og lagst gegn eldi í Stöðvarfirði vegna nálægðar við Breiðdalsá. Niðurstöður matsins eru því að ásættanlegt sé að leyfa allt að 71.000 tonna framleiðslu af frjóum eldislaxi hér við land. Þar af 50.000 tonn á Vestfjörðum og 21.000 tonn á Austfjörðum. Hér er um að ræða um sjöfalda núverandi ársframleiðslu í íslensku laxeldi sem nú er um 10.000 tonn. Helsta ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er sú að eldissvæðin eru í mikilli fjarlægð frá helstu laxveiðiám og laxeldi er bannað á mjög stórum hluta strandlengjunnar. Í Noregi og Skotlandi eru eldissvæðin hins vegar í mjög mikilli nálægð við helstu laxveiðiár og því verða blöndunaráhrifin mun meiri í þessum löndum. Áhættumatslíkanið er fyrst og fremst hugsað sem gagnvirkt verkfæri til þess að meta mögulegt umfang erfðablöndunar á hlutlægan hátt.Til viðbótar eru lagðar til mótvægisaðgerðir til að sporna við erfðablöndun. Þeirra helstar eru að leggja enn meiri áherslu á að næg hrygning sé ávallt til staðar í náttúrulegum laxveiðiám. Þá er lagt til að stór gönguseiði verði notuð í eldinu í meira mæli en nú er. Það dregur bæði úr hættu á slysasleppingum og kemur eldinu einnig til góða. Þá er lagt til að kynbótum verði flýtt á eldisstofninum á þann veg að kynþroskastærð/aldur hækki með því að skima burt arfbera fyrir snemmkynþroska í eldisstofninum. Það hefur þau áhrif að mun lægra hlutfall laxa er kynþroska við slátrun og dregur enn frekar úr hættu sem stafar frá þeim laxi auk þess að auka verðmæti sláturfisksins. Ef tekst að koma þessum aðgerðum í framkvæmd er mögulegt að endurmeta matið til hækkunar.Þessu til viðbótar er unnt að ala ófrjóan lax. Auka þarf rannsóknir og tilraunir með ófrjóan lax á Íslandi við þær aðstæður sem hér eru. Þetta verði gert í samvinnu við erlenda rannsóknaraðila og eldisfyrirtækin í landinu. Í samræmi við framangreint er óhætt að ala auk 71.000 tonna framleiðslu af frjóum eldislaxi hér við land og allt að 61.000 tonn af ófrjóum laxi miðað við núverandi burðarþolsmat fyrir þessi svæði. Eldi á ófrjóum laxi á Vestfjörðum getur því orðið allt að 30.000 tonn til viðbótar við 50.000 tonna framleiðslu á frjóum laxi og á Austfjörðum getureldi á ófrjóum laxi orðið 31.000 tonn til viðbótar við framleiðslu á 21.000 tonnum af frjóum laxi. Aðrir þættir geta jafnframt takmarkað umfang eldisins eins og endurskoðað burðarþol, óæskileg áhrif laxalúsar, stærð heppilegra eldissvæða og ef vart verður við óæskileg áhrif á hrygningu eða uppeldi nytjastofna sjávar (þorskur, ýsa, rækja og fleiri tegundir). Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi mun vinna með niðurstöður áhættumatsins í störfum sinum sem og ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðar. Sjávarútvegur Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Niðurstöður áhættumatsmats Hafrannsóknarstofnunar um erfðablöndun frá laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum sýna fram á að í lagi sé að leyfa allt að 71 þúsund tonna framleiðslu af frjóum eldislaxi hér við land. Þar af 50 þúsund tonn á Vestfjörðum og 21 þúsund tonn á Austfjörðum. Ársframleiðsla í íslensku laxeldi mun hækka úr 10 þúsundum og mun því sjöfaldast. Einnig er stefnt að því að ala allt að 61 þúsund tonn af ófrjóum laxi og er það miðað við burðarþolsmat. Þá munu 30 þúsund tonn af ófrjóum laxi vera ræktuð á Vestfjörðum aukalega og 31 þúsund tonn til viðbótar við framleiðslu á Austfjörðum. Stefnt er á að vakta laxveiðiár þegar áhættumatið verður sannreynt og uppfært. Það verður gert reglulega. Þetta gæti orðið til þess að aukning eða minnkun á leyfilegu magni á frjóum laxi í sjókvíaeldi. Matið er unnið með það fyrir augum að náttúrulegri laxastofnar hljóti ekki skaða af. Samkvæmt varúðarsjónarmiðum er miðað við að fjöldi eldislaxa í ám verði ekki meira en 4 prósent. Þá verði erfðablöndum mun lægri.Lagðar til mótvægisaðgerðir Eldissvæðin eru í mikilli fjarlægð frá helstu laxveiðiám og laxeldi er bannað á stórum hluta strandlengjunnar. Í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun kemur fram að aðstæður hafi verið bornar saman við þær í Noregi og Skotlandi en þar eru eldiskvíin í mikilli nálægð við helstu laxveiðiár og þar verði meiri blöndunaráhrif. Þar að auki hafi verið lagðar til mótvægisaðgerðir til að sporna við erfðablöndun hér á landi með því að leggja meiri áherslu á að næg hrygning sé til staðar í náttúrulegum laxveiðiám. Einnig verðu notast við stór gönguseiði í eldinu til að draga úr hættu á slysasleppingum. Þá geti aðrir þættir á borð við laxalús og endurskoðað burðarþol takmarkað umfang eldisins.Stuðst við dreifilíkan Rannsóknin var unnin í samstarfi við erlenda sérfræðinga á sviði stofnerfðafræði. Stuðst var við dreifilíkan sem sýnir hvernig laxinn dreifir sér á Vestfjörðum og Austfjörðum. Í tilkynningu kemur fram að líkanið geri ráð fyrir litlum áhrifum á náttúrlega stofna að undanskildum stofnum í Laugardalsá og Hvannadalsá/Langadalsá í Ísafjarðardjúpi en þar mun gæta nokkurra áhrifa. Breiðdalsá í Breiðdalsvík er sú á sem virðist vera í hvað mestri hættu. Þessar ár verða því vaktaðar sérstaklega. Lagt er til að ekki verði aukið laxeldi í Berufirði og að eldi verði ekki leyft í Stöðvarfirði vegna nálægðar við Breiðdalsá.Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér að neðan: Unnið var áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Matið var unnið í samstarfi með erlendum sérfræðingum á sviði stofnerfðafræði. Áhættumatið verður sannreynt og uppfært reglulega með viðamikilli vöktun í laxveiðiánum. Getur það leitt til aukningar eða minnkunar á æskilegu leyfilegu magni á frjóum laxi í sjókvíaeldi.Frumforsenda greiningarinnar er að náttúrulegir laxastofnar skaðist ekki. Sé tekið tillit til varúðarsjónarmiða er miðað við að fjöldi eldislaxa verði ekki meira en 4% í ánum en erfðablöndun verði mun lægri. Notuð voru bestu fáanleg gögn bæði innan lands og utan. Búið var til dreifingarlíkan sem sýnir hvernig eldislax getur dreifst frá eldissvæðum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Fjöldi eldislaxa sem getur komið í ár er háður fjarlægð frá eldissvæði og umfangi eldisins.Líkanið gerir almennt ráð fyrir litlum áhrifum á náttúrulega stofna fyrir utan nokkrar ár. Nokkur áhrif verða á Laugardalsá, Hvannadalsá/Langadalsá í Ísafjarðardjúpi en Breiðdalsá í Breiðdalsvík er sú á sem virðist í mestri hættu. Þessar ár þarf að vakta sérstaklega. Af þessum ástæðum er lagt til að ekki verði leyft eldi í Ísafjarðardjúpi vegna mögulegra mikilla neikvæðra áhrifa á laxastofna í Djúpinu. Af sömu ástæðum er lagt til að eldi verði ekki aukið í Berufirði og lagst gegn eldi í Stöðvarfirði vegna nálægðar við Breiðdalsá. Niðurstöður matsins eru því að ásættanlegt sé að leyfa allt að 71.000 tonna framleiðslu af frjóum eldislaxi hér við land. Þar af 50.000 tonn á Vestfjörðum og 21.000 tonn á Austfjörðum. Hér er um að ræða um sjöfalda núverandi ársframleiðslu í íslensku laxeldi sem nú er um 10.000 tonn. Helsta ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er sú að eldissvæðin eru í mikilli fjarlægð frá helstu laxveiðiám og laxeldi er bannað á mjög stórum hluta strandlengjunnar. Í Noregi og Skotlandi eru eldissvæðin hins vegar í mjög mikilli nálægð við helstu laxveiðiár og því verða blöndunaráhrifin mun meiri í þessum löndum. Áhættumatslíkanið er fyrst og fremst hugsað sem gagnvirkt verkfæri til þess að meta mögulegt umfang erfðablöndunar á hlutlægan hátt.Til viðbótar eru lagðar til mótvægisaðgerðir til að sporna við erfðablöndun. Þeirra helstar eru að leggja enn meiri áherslu á að næg hrygning sé ávallt til staðar í náttúrulegum laxveiðiám. Þá er lagt til að stór gönguseiði verði notuð í eldinu í meira mæli en nú er. Það dregur bæði úr hættu á slysasleppingum og kemur eldinu einnig til góða. Þá er lagt til að kynbótum verði flýtt á eldisstofninum á þann veg að kynþroskastærð/aldur hækki með því að skima burt arfbera fyrir snemmkynþroska í eldisstofninum. Það hefur þau áhrif að mun lægra hlutfall laxa er kynþroska við slátrun og dregur enn frekar úr hættu sem stafar frá þeim laxi auk þess að auka verðmæti sláturfisksins. Ef tekst að koma þessum aðgerðum í framkvæmd er mögulegt að endurmeta matið til hækkunar.Þessu til viðbótar er unnt að ala ófrjóan lax. Auka þarf rannsóknir og tilraunir með ófrjóan lax á Íslandi við þær aðstæður sem hér eru. Þetta verði gert í samvinnu við erlenda rannsóknaraðila og eldisfyrirtækin í landinu. Í samræmi við framangreint er óhætt að ala auk 71.000 tonna framleiðslu af frjóum eldislaxi hér við land og allt að 61.000 tonn af ófrjóum laxi miðað við núverandi burðarþolsmat fyrir þessi svæði. Eldi á ófrjóum laxi á Vestfjörðum getur því orðið allt að 30.000 tonn til viðbótar við 50.000 tonna framleiðslu á frjóum laxi og á Austfjörðum getureldi á ófrjóum laxi orðið 31.000 tonn til viðbótar við framleiðslu á 21.000 tonnum af frjóum laxi. Aðrir þættir geta jafnframt takmarkað umfang eldisins eins og endurskoðað burðarþol, óæskileg áhrif laxalúsar, stærð heppilegra eldissvæða og ef vart verður við óæskileg áhrif á hrygningu eða uppeldi nytjastofna sjávar (þorskur, ýsa, rækja og fleiri tegundir). Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi mun vinna með niðurstöður áhættumatsins í störfum sinum sem og ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðar.
Sjávarútvegur Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira