Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 16:49 Áslaug Ýr Hjartardóttir fetaði í fótspor systur sinnar og stefndi ríkinu. Hún tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Anton Brink Áslaug Ýr Hjartardóttir, daufblind kona sem fór í mál við ríkið vegna synjunar um túlkaþjónustu, tapaði máli sínu í dag frammi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar. Henni var synjað um túlkinn og fór í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar, Snædís Rán Hjartardóttir, vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum, sem virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stóð frammi fyrir.Gagnrýnir niðurstöðuna harðlegaÁslaug tjáði sig um dóminn, sem féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni núna síðdegis. Hún gagnrýnir Ísland fyrir að hafa snúið baki við alþjóðasamfélagi og segist ekki getað kallað sig stoltan Íslending fyrr en mannrétti séu í höfn. „Dómur féll í málinu í dag og var það niðurstaða dómara að sýkna SHH og ríkið. Hins vegar fékk ég gjafsókn, sem er í sjálfu sér örlítill sigur og ég tek slíku sem hvatningu. Þetta segir mér þó aðeins að breyta þarf lögum og reglum landsins okkar til að tryggja mannréttindi okkar allra,“ skrifar Áslaug. „Ég ætla ekki að kalla mig stoltan Íslending fyrr en ég næ mannréttindunum upp úr kafinu og get haldið áfram leið mína út i heim, þar sem alþjóðasamfélag ríkir.”Ætlar að áfrýjaÞá gagnrýnir Áslaug Ísland fyrir að vera „sjálfstætt eyland“ þar sem „aumingjarnir“ sitja eftir með sárt ennið og reyna að halda sér á floti. „Má ég kynna forréttindaþjóðina Ísland? Hér er túlkaþjónusta lúxus og daufblindir læknast þegar þeir stíga út fyrir landssteinana. Alþjóðasamfélagið kemur okkur víst ekkert við, Ísland er sjálfstætt eyland sem er betri en öll hin löndin. Staðan er svo góð að munurinn á nauðsyn og lúxus týnist í köldu Atlantshafinu. Eftir sitjum við ,,aumingjarnir“ með sárt ennið og reynum að halda okkur á floti á þessum litla fleka á meðan við reynum að fiska mannréttindin okkar aftur upp með línu,“ skrifar Áslaug, sem er sýnilega mjög ósátt við niðurstöðu héraðsdóms. Samkvæmt heimildum fréttastofu er baráttu Áslaugar ekki lokið en hún mun áfrýja málinu til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Áslaug Ýr Hjartardóttir, daufblind kona sem fór í mál við ríkið vegna synjunar um túlkaþjónustu, tapaði máli sínu í dag frammi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar. Henni var synjað um túlkinn og fór í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar, Snædís Rán Hjartardóttir, vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum, sem virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stóð frammi fyrir.Gagnrýnir niðurstöðuna harðlegaÁslaug tjáði sig um dóminn, sem féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni núna síðdegis. Hún gagnrýnir Ísland fyrir að hafa snúið baki við alþjóðasamfélagi og segist ekki getað kallað sig stoltan Íslending fyrr en mannrétti séu í höfn. „Dómur féll í málinu í dag og var það niðurstaða dómara að sýkna SHH og ríkið. Hins vegar fékk ég gjafsókn, sem er í sjálfu sér örlítill sigur og ég tek slíku sem hvatningu. Þetta segir mér þó aðeins að breyta þarf lögum og reglum landsins okkar til að tryggja mannréttindi okkar allra,“ skrifar Áslaug. „Ég ætla ekki að kalla mig stoltan Íslending fyrr en ég næ mannréttindunum upp úr kafinu og get haldið áfram leið mína út i heim, þar sem alþjóðasamfélag ríkir.”Ætlar að áfrýjaÞá gagnrýnir Áslaug Ísland fyrir að vera „sjálfstætt eyland“ þar sem „aumingjarnir“ sitja eftir með sárt ennið og reyna að halda sér á floti. „Má ég kynna forréttindaþjóðina Ísland? Hér er túlkaþjónusta lúxus og daufblindir læknast þegar þeir stíga út fyrir landssteinana. Alþjóðasamfélagið kemur okkur víst ekkert við, Ísland er sjálfstætt eyland sem er betri en öll hin löndin. Staðan er svo góð að munurinn á nauðsyn og lúxus týnist í köldu Atlantshafinu. Eftir sitjum við ,,aumingjarnir“ með sárt ennið og reynum að halda okkur á floti á þessum litla fleka á meðan við reynum að fiska mannréttindin okkar aftur upp með línu,“ skrifar Áslaug, sem er sýnilega mjög ósátt við niðurstöðu héraðsdóms. Samkvæmt heimildum fréttastofu er baráttu Áslaugar ekki lokið en hún mun áfrýja málinu til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23
Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03