Lífið

Léku Daft Punk-syrpu fyrir Trump og Macron á Bastillu-deginum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Trump var hress á Bastillu-deginum í París í dag.
Trump var hress á Bastillu-deginum í París í dag.
Lúðrasveit franska hersins bauð upp á heldur betur skemmtilegt prógramm við lok skrúðgöngu á Bastillu-deginum í París í dag.

Bastillu-dagurinn er þjóðhátíðardagur Frakka og lék sveitin Daft Punk-syrpu við hátíðahöldin. Á meðal viðstaddra voru þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, en Trump er nú í opinberri heimsókn í Frakklandi.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var Macron vel skemmt yfir slögurum á borð við Get Lucky og Harder, Better, Faster en Trump vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið ef marka mátti svipbrigði hans. Hann er kannski ekki mikill Daft Punk-aðdáandi.


Tengdar fréttir

Trump og Macron leika á als oddi í París

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.