Sport

Arna Stefanía flaug áfram í undanúrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til hægri).
Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til hægri). visir/epa
Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum í 400 metra grindahlaupi á Evrópumeistaramóti 20-22 ára.

Arna Stefanía flaug í úrslitin en hún náði þriðja besta tímanum í undanrásunum með því að hlaupa á 57,45 sekúndum.

Arna Stefanía hljóp í fyrsta riðlinum í undanrásunum og hafnaði þar í öðru sæti. Hún var því örugg inn í undanúrslitin af því að þrjár efstu í hverjum riðli komust áfram. Svo fór að aðeins ein úr hinum þremur riðlinum tókst að hlaupa hraðar en Arna Stefanía.

Arna Stefanía keppir í undanúrslitunum á laugardaginn klukkan 13:48 á íslenskum tíma.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×