Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 10:48 Lögregluþjónn í London. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/AFP Fimm sýruárásir voru gerðar á 90 mínútna tímabili í norðausturhluta Lundúna í gærkvöldi. Sextán ára unglingspiltur hefur verið handtekinn í tengslum við árásina. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að tveir menn beri ábyrgð á árásunum, sem gerðar voru í hverfunum Hackney, Stoke, Newington og Islington í gærkvöldi. Mennirnir skvettu ætandi efnum framan í vegfarendur en eitt fórnarlambanna hlaut „áverka sem munu breyta lífi þess til frambúðar.“ Unglingurinn, sem var handtekinn í tengslum við árásirnar, hefur verið yfirheyrður vegna gruns um að hafa valdið „alvarlegum, líkamlegum skaða á fólki“ og aðild að ráni.Fimm árásir á 90 mínútumFyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. Um 25 mínútum síðar var ráðist á annan karlmann í Islington. 40 mínútum eftir fyrstu árásina varð þriðja manneskjan fyrir sýruárás sem framkvæmd var af tveimur mönnum á bifhjóli á Shoreditch High Street. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús en er ekki talið alvarlega slasað. Um 20 mínútur yfir 11 barst lögreglu tilkynning um rán við Cazenove Road í Stoke Newington. Sýru hafði verið skvett í andlit manns á vettvangi en sá er talinn hafa hlotið „áverka sem munu breyta lífi hans til frambúðar.“ Síðasta árásin var gerð á mann á bifhjóli um 20 mínútum eftir að fyrrnefnt rán var framið. Árásarmennirnir skvettu ætandi efni framan í manninn við Chatsworth Road í Clapton og stálu að því búnu farartæki hans.Sýruárásum fjölgað í Bretlandi síðustu árLögreglustjóri Lundúnaborgar, Cressida Dick lýsti yfir þungum áhyggjum af aukinni tíðni sýruárása í borginni á blaðamannafundi í gær. Sýruárásum hefur fjölgað mjög í Lundúnum síðustu ár en síðan 2010 hafa borist tilkynningar um yfir 1800 slíkar árásir í höfuðborginni. Á síðasta ári voru ætandi efni notuð í 458 tilfellum en tilkynnt var um 261 tilfelli árið 2015. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Sjá meira
Fimm sýruárásir voru gerðar á 90 mínútna tímabili í norðausturhluta Lundúna í gærkvöldi. Sextán ára unglingspiltur hefur verið handtekinn í tengslum við árásina. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að tveir menn beri ábyrgð á árásunum, sem gerðar voru í hverfunum Hackney, Stoke, Newington og Islington í gærkvöldi. Mennirnir skvettu ætandi efnum framan í vegfarendur en eitt fórnarlambanna hlaut „áverka sem munu breyta lífi þess til frambúðar.“ Unglingurinn, sem var handtekinn í tengslum við árásirnar, hefur verið yfirheyrður vegna gruns um að hafa valdið „alvarlegum, líkamlegum skaða á fólki“ og aðild að ráni.Fimm árásir á 90 mínútumFyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. Um 25 mínútum síðar var ráðist á annan karlmann í Islington. 40 mínútum eftir fyrstu árásina varð þriðja manneskjan fyrir sýruárás sem framkvæmd var af tveimur mönnum á bifhjóli á Shoreditch High Street. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús en er ekki talið alvarlega slasað. Um 20 mínútur yfir 11 barst lögreglu tilkynning um rán við Cazenove Road í Stoke Newington. Sýru hafði verið skvett í andlit manns á vettvangi en sá er talinn hafa hlotið „áverka sem munu breyta lífi hans til frambúðar.“ Síðasta árásin var gerð á mann á bifhjóli um 20 mínútum eftir að fyrrnefnt rán var framið. Árásarmennirnir skvettu ætandi efni framan í manninn við Chatsworth Road í Clapton og stálu að því búnu farartæki hans.Sýruárásum fjölgað í Bretlandi síðustu árLögreglustjóri Lundúnaborgar, Cressida Dick lýsti yfir þungum áhyggjum af aukinni tíðni sýruárása í borginni á blaðamannafundi í gær. Sýruárásum hefur fjölgað mjög í Lundúnum síðustu ár en síðan 2010 hafa borist tilkynningar um yfir 1800 slíkar árásir í höfuðborginni. Á síðasta ári voru ætandi efni notuð í 458 tilfellum en tilkynnt var um 261 tilfelli árið 2015.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Sjá meira