Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2017 18:30 Valdís Þóra lék á samtals níu höggum yfir pari. Mynd/gsimyndir.net/Seth Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. Þetta er fyrsta risamótið sem Valdís Þóra tekur þátt í á ferlinum. Hún hefur spilað á Evrópumótaröðinni í ár en vann sér sæti á Opna bandaríska með góðum árangri á úrtökumóti sem fram fór á Englandi í júní. Valdís Þóra lék alls 21 holu í dag. Hún náði ekki að ljúka leik á fyrsta hringnum í gær því mikið þrumuveður setti keppnishaldið úr skorðum. Valdís Þóra byrjaði á því að leika þrjár holur á fyrsta hringnum í morgun. Þar fékk hún par, skolla og fugl og var því á sex höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn. Skagakonan hóf svo leik á tíundu holu á öðrum hringnum. Hún lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari og möguleikarnir á að komast í gegnum niðurskurðinn voru því afar litlir. Valdís Þóra fékk skramba á þriðju holu en kláraði hringinn með því að fá sex pör í röð. Hún endaði því á níu höggum yfir pari sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn sem miðast við þrjú högg yfir pari. Fylgst var með gangi mála hjá Valdísi Þóru á Vísi í dag, eins og sjá má hér að neðan.
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. Þetta er fyrsta risamótið sem Valdís Þóra tekur þátt í á ferlinum. Hún hefur spilað á Evrópumótaröðinni í ár en vann sér sæti á Opna bandaríska með góðum árangri á úrtökumóti sem fram fór á Englandi í júní. Valdís Þóra lék alls 21 holu í dag. Hún náði ekki að ljúka leik á fyrsta hringnum í gær því mikið þrumuveður setti keppnishaldið úr skorðum. Valdís Þóra byrjaði á því að leika þrjár holur á fyrsta hringnum í morgun. Þar fékk hún par, skolla og fugl og var því á sex höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn. Skagakonan hóf svo leik á tíundu holu á öðrum hringnum. Hún lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari og möguleikarnir á að komast í gegnum niðurskurðinn voru því afar litlir. Valdís Þóra fékk skramba á þriðju holu en kláraði hringinn með því að fá sex pör í röð. Hún endaði því á níu höggum yfir pari sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn sem miðast við þrjú högg yfir pari. Fylgst var með gangi mála hjá Valdísi Þóru á Vísi í dag, eins og sjá má hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45