Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júlí 2017 07:00 Theresa May og Filippus sjötti Spánarkonungur funduðu í gær, meðal annars um Brexit. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins, undir forystu Theresu May forsætisráðherra, birti í gær nýtt frumvarp um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Frumvarpið snýst um að færa lög Evrópusambandsins inn í bresk lög. Frumvarpið er nokkurs konar hryggjarstykki Brexit og í fyrstu línu frumvarpsins er kveðið á um að á útgöngudegi muni lögin sem samþykkt voru á inngöngudegi Bretlands falla úr gildi. Muni lög Evrópusambandsins því ekki gilda lengur í Bretlandi. Þótt Bretar muni með væntanlegri samþykkt frumvarpsins tileinka sér lög Evrópusambandsins mun í kjölfar útgöngunnar opnast möguleiki á því að breyta eða afnema téð lög. Ekki er búist við því að málið komi til umræðu á breska þinginu fyrr en í haust, að því er BBC greinir frá. Hins vegar þarf að vera búið að samþykkja frumvarpið, eða sambærilegt frumvarp, fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu sem stefnt er á að verði í mars árið 2019. David Davis, ráðherra málefna er tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sagði í gær að hann væri tilbúinn að vinna með hverjum sem er til að ná frumvarpinu í gegn. „Þetta frumvarp gerir Bretum kleift að ganga úr Evrópusambandinu með fullri vissu og fullri stjórn á aðstæðum,“ sagði Davis í gær. „Frumvarpið er eitt það mikilvægasta og merkilegasta sem hefur nokkurn tímann komið fyrir breska þingið. Það er mikilvægur áfangi í útgöngu okkar úr Evrópusambandinu,“ sagði Davis enn fremur. Bætti ráðherrann því við að með samvinnu og þjóðarhag í huga væri hægt að tryggja að lagaumhverfi Bretlands yrði heilsteypt og án hnökra þegar að útgöngudegi kemur. „Augu þjóðarinnar hvíla á okkur og ég vil vinna með hverjum sem er að þessu markmiði til að móta nýja framtíð fyrir Bretland.“ Ljóst er að frumvarpið mun mæta nokkurri andstöðu þegar það kemur til umræðu og loks atkvæðagreiðslu. Mun stjórnarandstaðan leita til þeirra Íhaldsmanna er harðastir voru í kosningabaráttu gegn Brexit. Hafa ber í huga að ríkisstjórn May er minnihlutastjórn en hún mun njóta stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) við atkvæðagreiðslur sem þessa. Samanlagt hafa flokkarnir tveir, að því gefnu að allir þingmenn þeirra kjósi á sama hátt, meirihluta. Ríkisstjórn May tapaði meirihluta sínum í kosningum sem haldnar voru fyrr á árinu, þremur árum á undan áætlun. Var það afar óvænt og í viðtali við BBC í gær lýsti May því að hún hefði fellt tár þegar hún frétti af útgönguspám. Tim Farron, leiðtogi Frjálslynda flokksins, hét því í gær að berjast af mikilli hörku gegn frumvarpinu. „Ef ykkur fannst erfitt að virkja fimmtugasta ákvæði Lissabonsáttmálans mun ykkur finnast þetta vera helvíti.“ Keir Starmer, skuggaráðherra stjórnarandstöðunnar í málefnum tengdum Brexit, sagði í gær að flokkur hans, Verkamannaflokkurinn, myndi ekki styðja frumvarpið óbreytt. Vill hann að það sé skýrt kveðið á um að breskir verkamenn njóti sömu réttinda og verkamenn innan ESB. Þá sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að ríkisstjórnin þurfi að útskýra hvernig því valdi sem endurheimt verður frá ESB verður úthlutað, einkum með tilliti til heimastjórna þjóða Bretlands. Filippus Spánarkonungur var í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær og átti hann fund með May forsætisráðherra. Sagðist hann vilja að hömlur á viðskipti milli þjóðanna yrðu í lágmargi eftir Brexit. Þá munu þau einnig hafa rætt afstöðu þjóðanna til málefna Gíbraltar. Tilheyrir Gíbraltar nú Bretum en Evrópusambandið hefur boðið Spánverjum neitunarvald þegar kemur að ákvörðunum um afstöðu ESB til Gíbraltar eftir Brexit. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins, undir forystu Theresu May forsætisráðherra, birti í gær nýtt frumvarp um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Frumvarpið snýst um að færa lög Evrópusambandsins inn í bresk lög. Frumvarpið er nokkurs konar hryggjarstykki Brexit og í fyrstu línu frumvarpsins er kveðið á um að á útgöngudegi muni lögin sem samþykkt voru á inngöngudegi Bretlands falla úr gildi. Muni lög Evrópusambandsins því ekki gilda lengur í Bretlandi. Þótt Bretar muni með væntanlegri samþykkt frumvarpsins tileinka sér lög Evrópusambandsins mun í kjölfar útgöngunnar opnast möguleiki á því að breyta eða afnema téð lög. Ekki er búist við því að málið komi til umræðu á breska þinginu fyrr en í haust, að því er BBC greinir frá. Hins vegar þarf að vera búið að samþykkja frumvarpið, eða sambærilegt frumvarp, fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu sem stefnt er á að verði í mars árið 2019. David Davis, ráðherra málefna er tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sagði í gær að hann væri tilbúinn að vinna með hverjum sem er til að ná frumvarpinu í gegn. „Þetta frumvarp gerir Bretum kleift að ganga úr Evrópusambandinu með fullri vissu og fullri stjórn á aðstæðum,“ sagði Davis í gær. „Frumvarpið er eitt það mikilvægasta og merkilegasta sem hefur nokkurn tímann komið fyrir breska þingið. Það er mikilvægur áfangi í útgöngu okkar úr Evrópusambandinu,“ sagði Davis enn fremur. Bætti ráðherrann því við að með samvinnu og þjóðarhag í huga væri hægt að tryggja að lagaumhverfi Bretlands yrði heilsteypt og án hnökra þegar að útgöngudegi kemur. „Augu þjóðarinnar hvíla á okkur og ég vil vinna með hverjum sem er að þessu markmiði til að móta nýja framtíð fyrir Bretland.“ Ljóst er að frumvarpið mun mæta nokkurri andstöðu þegar það kemur til umræðu og loks atkvæðagreiðslu. Mun stjórnarandstaðan leita til þeirra Íhaldsmanna er harðastir voru í kosningabaráttu gegn Brexit. Hafa ber í huga að ríkisstjórn May er minnihlutastjórn en hún mun njóta stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) við atkvæðagreiðslur sem þessa. Samanlagt hafa flokkarnir tveir, að því gefnu að allir þingmenn þeirra kjósi á sama hátt, meirihluta. Ríkisstjórn May tapaði meirihluta sínum í kosningum sem haldnar voru fyrr á árinu, þremur árum á undan áætlun. Var það afar óvænt og í viðtali við BBC í gær lýsti May því að hún hefði fellt tár þegar hún frétti af útgönguspám. Tim Farron, leiðtogi Frjálslynda flokksins, hét því í gær að berjast af mikilli hörku gegn frumvarpinu. „Ef ykkur fannst erfitt að virkja fimmtugasta ákvæði Lissabonsáttmálans mun ykkur finnast þetta vera helvíti.“ Keir Starmer, skuggaráðherra stjórnarandstöðunnar í málefnum tengdum Brexit, sagði í gær að flokkur hans, Verkamannaflokkurinn, myndi ekki styðja frumvarpið óbreytt. Vill hann að það sé skýrt kveðið á um að breskir verkamenn njóti sömu réttinda og verkamenn innan ESB. Þá sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að ríkisstjórnin þurfi að útskýra hvernig því valdi sem endurheimt verður frá ESB verður úthlutað, einkum með tilliti til heimastjórna þjóða Bretlands. Filippus Spánarkonungur var í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær og átti hann fund með May forsætisráðherra. Sagðist hann vilja að hömlur á viðskipti milli þjóðanna yrðu í lágmargi eftir Brexit. Þá munu þau einnig hafa rætt afstöðu þjóðanna til málefna Gíbraltar. Tilheyrir Gíbraltar nú Bretum en Evrópusambandið hefur boðið Spánverjum neitunarvald þegar kemur að ákvörðunum um afstöðu ESB til Gíbraltar eftir Brexit.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira