Sport

Aníta flaug inn í úrslitin á besta tímanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aníta hefur gert það gott í sumar.
Aníta hefur gert það gott í sumar. vísir/hanna
Aníta Hinriksdóttir tryggði sér í dag sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á EM U-23 ára sem fer fram í Póllandi.

Aníta átti besta tímann í undanúrslitunum. Hún hljóp í 2. riðli og vann hann örugglega.

Aníta hljóp á tímanum 2:03,58 mínútum. Elena Belló frá Ítalíu var með næstbesta tímann; 2:04,40 mínútur.

Aníta keppir í úrslitum klukkan 17:18 á laugardaginn.

Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson og spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson komust einnig í úrslit í sínum greinum í dag.

Hilmar Örn kastaði lengst 68,09 metra í undankeppninni og náði hann 3. sæti í undanúrslitahópi A.

Sindri kastaði 72,05 metra og endaði í 11. sæti í forkeppninni. Tólf komust í úrslitin sem fara fram klukkan 15:35 á laugardaginn.

Dagbjartur Daði Jónsson keppti einnig í spjótkasti en komst ekki áfram. Dagbjartur kastaði 68,41 metra og endaði í 17. sæti af 26 keppendum í forkeppninni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×