Rakel hefur sigrast á nárameiðslunum: Ég fer með á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2017 12:30 Rakel Hönnudóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, þarf ekki að gera breytingu á EM-hópi sínum eins og hann óttaðist um eftir að Rakel Hönnudóttir meiddist í síðasta leik sínum með Breiðabliki fyrir EM. „Þetta lítur bara þokkalega vel út. Ég er mjög bjartsýn en það er búinn að vera mikill stígandi í þessu hjá mér og endurheimtin hefur gengið vel,“ sagði Rakel Hönnudóttir fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. „Ég var mjög fljót að gera hlaupið aftur og var bara frá í þrjá daga. Ég gat þá farið að hlaupa og hjóla og er því búin að halda mér í góðu standi. Ég er síðan smá saman búin að bæta inn í sendingum og svoleiðis,“ sagði Rakel. Rakel viðurkennir að nárameiðslin hafi verið sjokk enda gátu þau varla komið á verri tíma. „Ég var ekki bjartsýn fyrstu fjóra til fimm daga. Þá var mér mest illt en um leið og ég var farin að skokka þá fór ég að hugsa að þetta gæti nú gerst. Ég er síðan mjög bjartsýn núna,“ segir Rakel. Freyr Alexandersson sagði í samtölum við fjölmiðla að hann væri farin að hugsa um að skilja Rakel eftir heima „Þetta leit kannski ekkert sérstaklega vel út hjá mér á tímabili en þetta er búið að ganga mjög vel og þá sérstaklega síðustu fimm daga,“ sagði Rakel. Hún hefur verið á sér styrktar- og sendingaæfingum og svo hefur hún alltaf verið með á öllum æfingum þegar verið er að fara yfir taktík. „Ég fer með á EM. Þetta gengur það vel.Auðvitað getur alltaf komið bakslag ef maður fer ekki varlega. Við erum því að fara varlega af stað en ég er mjög bjartsýn. Þetta gengur það vel núna að ég fer með og ég vona bara að þetta haldi áfram að ganga vel,“ sagði Rakel. Íslensku stelpurnar æfðu í síðasta sinn á Íslandi í dag en þær fljúga síðan út til Hollands á morgun. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, þarf ekki að gera breytingu á EM-hópi sínum eins og hann óttaðist um eftir að Rakel Hönnudóttir meiddist í síðasta leik sínum með Breiðabliki fyrir EM. „Þetta lítur bara þokkalega vel út. Ég er mjög bjartsýn en það er búinn að vera mikill stígandi í þessu hjá mér og endurheimtin hefur gengið vel,“ sagði Rakel Hönnudóttir fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. „Ég var mjög fljót að gera hlaupið aftur og var bara frá í þrjá daga. Ég gat þá farið að hlaupa og hjóla og er því búin að halda mér í góðu standi. Ég er síðan smá saman búin að bæta inn í sendingum og svoleiðis,“ sagði Rakel. Rakel viðurkennir að nárameiðslin hafi verið sjokk enda gátu þau varla komið á verri tíma. „Ég var ekki bjartsýn fyrstu fjóra til fimm daga. Þá var mér mest illt en um leið og ég var farin að skokka þá fór ég að hugsa að þetta gæti nú gerst. Ég er síðan mjög bjartsýn núna,“ segir Rakel. Freyr Alexandersson sagði í samtölum við fjölmiðla að hann væri farin að hugsa um að skilja Rakel eftir heima „Þetta leit kannski ekkert sérstaklega vel út hjá mér á tímabili en þetta er búið að ganga mjög vel og þá sérstaklega síðustu fimm daga,“ sagði Rakel. Hún hefur verið á sér styrktar- og sendingaæfingum og svo hefur hún alltaf verið með á öllum æfingum þegar verið er að fara yfir taktík. „Ég fer með á EM. Þetta gengur það vel.Auðvitað getur alltaf komið bakslag ef maður fer ekki varlega. Við erum því að fara varlega af stað en ég er mjög bjartsýn. Þetta gengur það vel núna að ég fer með og ég vona bara að þetta haldi áfram að ganga vel,“ sagði Rakel. Íslensku stelpurnar æfðu í síðasta sinn á Íslandi í dag en þær fljúga síðan út til Hollands á morgun.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira