Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2017 11:00 Íslensku strákarnir fagna hér marki Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi á EM í fyrra. Vísir/Getty Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. Kolbeinn lék sinn síðasta fótboltaleik 28.ágúst á síðasta ári en þá var hann með liði Nantes á móti Bordeaux. Nantes lánaði Kolbein til tyrkneska félagsins Galatasaray en vegna meiðslanna náði hann ekki að spila fyrir liðið. „Ég fór í aðgerð í Svíþjóð á dögunum hjá Jóni Karlssyni og hún gekk vel, hann er afar bjartsýnn á að ég muni ná fullum bata. Það var skafið af innanverðum liðþófa sem var rifinn og svo var einnig skafið af brjóski,“ sagði Kolbeinn í viðtali við fótboltavefmiðilinn 433.is. „Staðan á mér eftir þessa aðgerð er góð og ég finn það sjálfur að ég er allur að koma, sú staðreynd gefur mér góða bjartsýni á framhaldið,“ segir Kolbeinn sem hefur ekkert spilað með íslenska landsliðinu síðan á EM í Frakklandi síðast sumar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þetta fari rétta leið og eins og staðan er í dag lítur þetta mjög vel út með framhaldið,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu við 433.is en hvenær sjáum við hann aftur inn á fótboltavellinum? „Það er mjög erfitt að gefa upp nákvæma dagsetningu en skurðlæknirinn talaði um að eftir einn og hálfan til tvo mánuði ætti ég að geta byrjað að æfa fótbolta á nýjan leik. Ég mun samt sem áður fara mér hægt og meta stöðuna eftir því hversu vel endurhæfingin gengur,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu og nú er bara að vona það besta. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kolbeinn bauðst til að spila frítt fyrir Galatasaray Segir að hann hefði ekkert viljað frekar en að vera áfram í herbúðum tyrkneska stórliðsins. 14. janúar 2017 12:00 Forseti Nantes um Kolbein: Hann vill ekki einu sinni fá borgað Franska félagið vill fá Kolbein Sigþórsson til sín í læknisskoðun en það hefur ekkert heyrt í landsliðsframherjanum. 13. janúar 2017 13:00 Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00 Kolbeinn á förum frá Galatasary Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu. 29. desember 2016 16:28 Kolbeinn sendur í meðhöndlun til Barcelona Galatasary hefur sent landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson í meðhöndlun til Barcelona vegna meiðsla sem hann glímir við. 23. nóvember 2016 16:56 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. Kolbeinn lék sinn síðasta fótboltaleik 28.ágúst á síðasta ári en þá var hann með liði Nantes á móti Bordeaux. Nantes lánaði Kolbein til tyrkneska félagsins Galatasaray en vegna meiðslanna náði hann ekki að spila fyrir liðið. „Ég fór í aðgerð í Svíþjóð á dögunum hjá Jóni Karlssyni og hún gekk vel, hann er afar bjartsýnn á að ég muni ná fullum bata. Það var skafið af innanverðum liðþófa sem var rifinn og svo var einnig skafið af brjóski,“ sagði Kolbeinn í viðtali við fótboltavefmiðilinn 433.is. „Staðan á mér eftir þessa aðgerð er góð og ég finn það sjálfur að ég er allur að koma, sú staðreynd gefur mér góða bjartsýni á framhaldið,“ segir Kolbeinn sem hefur ekkert spilað með íslenska landsliðinu síðan á EM í Frakklandi síðast sumar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þetta fari rétta leið og eins og staðan er í dag lítur þetta mjög vel út með framhaldið,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu við 433.is en hvenær sjáum við hann aftur inn á fótboltavellinum? „Það er mjög erfitt að gefa upp nákvæma dagsetningu en skurðlæknirinn talaði um að eftir einn og hálfan til tvo mánuði ætti ég að geta byrjað að æfa fótbolta á nýjan leik. Ég mun samt sem áður fara mér hægt og meta stöðuna eftir því hversu vel endurhæfingin gengur,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu og nú er bara að vona það besta. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kolbeinn bauðst til að spila frítt fyrir Galatasaray Segir að hann hefði ekkert viljað frekar en að vera áfram í herbúðum tyrkneska stórliðsins. 14. janúar 2017 12:00 Forseti Nantes um Kolbein: Hann vill ekki einu sinni fá borgað Franska félagið vill fá Kolbein Sigþórsson til sín í læknisskoðun en það hefur ekkert heyrt í landsliðsframherjanum. 13. janúar 2017 13:00 Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00 Kolbeinn á förum frá Galatasary Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu. 29. desember 2016 16:28 Kolbeinn sendur í meðhöndlun til Barcelona Galatasary hefur sent landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson í meðhöndlun til Barcelona vegna meiðsla sem hann glímir við. 23. nóvember 2016 16:56 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Kolbeinn bauðst til að spila frítt fyrir Galatasaray Segir að hann hefði ekkert viljað frekar en að vera áfram í herbúðum tyrkneska stórliðsins. 14. janúar 2017 12:00
Forseti Nantes um Kolbein: Hann vill ekki einu sinni fá borgað Franska félagið vill fá Kolbein Sigþórsson til sín í læknisskoðun en það hefur ekkert heyrt í landsliðsframherjanum. 13. janúar 2017 13:00
Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00
Kolbeinn á förum frá Galatasary Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu. 29. desember 2016 16:28
Kolbeinn sendur í meðhöndlun til Barcelona Galatasary hefur sent landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson í meðhöndlun til Barcelona vegna meiðsla sem hann glímir við. 23. nóvember 2016 16:56