Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2017 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson í æfingaleik með Swansea í gærkvöldi. Vísir/Getty Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. Þá liggur ljóst fyrir að íslenski landsliðsmaðurinn mun ekki fara með Swansea í æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna.We can confirm that Gylfi Sigurdsson will not travel with the squad for our pre-season tour of the USA. pic.twitter.com/8qgAQewUG3— Swansea City AFC (@SwansOfficial) July 13, 2017 Clement ræddi í viðtalinu um að viðskiptihliðin væri vissulega stór innan fótboltans og það þýddi að félagið yrði neytt til að selja Gylfa. Swansea hefur hafnað 40 milljón punda tilboði í Gylfa frá Leicester City og vill fá 50 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn. „Ég hef sagt það mjög skýrt að ég vil að hann verði hér áfram. Stuðningsmennirnir vilja það og eigendurnir vilja það líka. Málið er að fótbolti snýst líka um að gera góð viðskipti,“ sagði Paul Clement. „Við lentum í svipuðu með Jack Cork. Það var enginn að hugsa um að selja Jack en svo kom bara félag með virkilega gott tilboð í hann. Þetta gæti líka endað þannig með Gylfa,“ sagði Clement. „Við viljum alls ekki í lenda í þeirri aðstöðu að þetta máli dragist á langinn, jafnvel út júlí og inn í ágúst þegar tímabilið er byrjað. Það er best að klára þetta sem fyrst,“ sagði Clement. Paul Clement hrósar Gylfa fyrir fagmennsku nú þegar hann er kominn aftur til Swansea til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil þegar allt bendir til þess að hann spili annarsstaðar á þessu tímabili. „Gylfi er mættur, hann er með hausinn skrúfaðan á og er að vinan sína vinnu. Ég vona að það haldi áfram. Hann er einn af okkar dýrmætustu leikmönnum. Hann sýndi það á síðasta tímabilið með mörkunum sínum og stoðsendingum. Hann var í aðalhlutverki í að halda liðinu upp í úrvalsdeildinni,“ sagði Clement. Gylfi var með 9 mörk og 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur verið orðaður við bæði Everton og Leicester City en 50 milljón pund er svakalegur peningur. Hvort annað þeirra er tilbúið að greiða svo mikið fyrir íslenska landsliðsmanninn kemur væntanlega í ljós á næstunni. Enski boltinn Tengdar fréttir Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00 BBC: Swansea hafnaði tilboði frá Leicester og vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson er mikið í fréttum enskra fjölmiðla þessa dagana sem eru allir að velta fyrir sér hvar íslenski landsliðsmaðurinn spili á næstu leiktíð. 10. júlí 2017 12:12 Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30 Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53 Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. Þá liggur ljóst fyrir að íslenski landsliðsmaðurinn mun ekki fara með Swansea í æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna.We can confirm that Gylfi Sigurdsson will not travel with the squad for our pre-season tour of the USA. pic.twitter.com/8qgAQewUG3— Swansea City AFC (@SwansOfficial) July 13, 2017 Clement ræddi í viðtalinu um að viðskiptihliðin væri vissulega stór innan fótboltans og það þýddi að félagið yrði neytt til að selja Gylfa. Swansea hefur hafnað 40 milljón punda tilboði í Gylfa frá Leicester City og vill fá 50 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn. „Ég hef sagt það mjög skýrt að ég vil að hann verði hér áfram. Stuðningsmennirnir vilja það og eigendurnir vilja það líka. Málið er að fótbolti snýst líka um að gera góð viðskipti,“ sagði Paul Clement. „Við lentum í svipuðu með Jack Cork. Það var enginn að hugsa um að selja Jack en svo kom bara félag með virkilega gott tilboð í hann. Þetta gæti líka endað þannig með Gylfa,“ sagði Clement. „Við viljum alls ekki í lenda í þeirri aðstöðu að þetta máli dragist á langinn, jafnvel út júlí og inn í ágúst þegar tímabilið er byrjað. Það er best að klára þetta sem fyrst,“ sagði Clement. Paul Clement hrósar Gylfa fyrir fagmennsku nú þegar hann er kominn aftur til Swansea til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil þegar allt bendir til þess að hann spili annarsstaðar á þessu tímabili. „Gylfi er mættur, hann er með hausinn skrúfaðan á og er að vinan sína vinnu. Ég vona að það haldi áfram. Hann er einn af okkar dýrmætustu leikmönnum. Hann sýndi það á síðasta tímabilið með mörkunum sínum og stoðsendingum. Hann var í aðalhlutverki í að halda liðinu upp í úrvalsdeildinni,“ sagði Clement. Gylfi var með 9 mörk og 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur verið orðaður við bæði Everton og Leicester City en 50 milljón pund er svakalegur peningur. Hvort annað þeirra er tilbúið að greiða svo mikið fyrir íslenska landsliðsmanninn kemur væntanlega í ljós á næstunni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00 BBC: Swansea hafnaði tilboði frá Leicester og vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson er mikið í fréttum enskra fjölmiðla þessa dagana sem eru allir að velta fyrir sér hvar íslenski landsliðsmaðurinn spili á næstu leiktíð. 10. júlí 2017 12:12 Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30 Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53 Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00
BBC: Swansea hafnaði tilboði frá Leicester og vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson er mikið í fréttum enskra fjölmiðla þessa dagana sem eru allir að velta fyrir sér hvar íslenski landsliðsmaðurinn spili á næstu leiktíð. 10. júlí 2017 12:12
Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30
Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53
Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51