Fótbolti

Hægt að hitta stelpurnar okkar á Laugardalsvellinum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stelpurnar okkar árita glænýja liðsmynd sem tekin var sérstaklega af hópnum fyrir EM.
Stelpurnar okkar árita glænýja liðsmynd sem tekin var sérstaklega af hópnum fyrir EM. Mynd/KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið leggur af stað til Hollands á föstudaginn eða eftir aðeins tvo daga. Framundan er Evrópumótið í fótbolta þar sem þær ætla sér stóra hluti og að fylgja eftir frábærum árangri karlalandsliðsins í fyrrasumar.

Stuðningsmenn íslenska liðsins fá kjörið tækifæri til að kveðja þær í dag þegar íslenska liðið munárita plaköt á Melavellinum, anddyri Laugardalsvallar.

Stelpurnar okkar verða á staðnum frá 14.30 til 15.00 og árita þar glænýja liðsmynd sem tekin var sérstaklega af hópnum fyrir Evrópumótið í Hollandi.

Það var mjög vel mætt á síðasta leik liðsins á móti Brasilíu á Laugardalsvellinum á dögunum og stelpurnar hafa örugglega unnið sér inn marga aðdáendur með frammistöðu sinni þar sem og í undankeppninni þar sem liðið vann 7 af 8 leikjum sínum.

Á sama tíma og stelpurnar árita myndina sína verða til sölu Áfram Ísland vörur og því er þetta frábært tækifæri fyrir alla stuðningsmenn að kaupa sér vörur fyrir ferðina til Hollands og hitta á sama tíma stelpurnar okkar.

Sala á Áfram Ísland varningi hefst klukkan 14.00 og verður hún opin til 19.00.

Íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á EM á móti Frakklandi eftir aðeins sex daga og það er vitað að margir Íslendingar verða þá meðal áhorfenda.


Tengdar fréttir

Þjóðin áfram í partígír

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðar­stolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×