Peningarnir streyma inn í enska boltann sem aldrei fyrr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2017 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson skorar beint úr aukaspyrnu fyrir Swansea City á móti Manchester United á Old Trafford. Vísir/Getty Enska úrvalsdeildin er alltaf að græða meiri og meiri pening og um leið setja ensku liðin ný gróðamet á hverju ári en þetta kemur fram í nýjustu samantekt Deloitte á tekjum liða í vinsælustu fótboltadeild í heimi. Liðin í ensku úrvalsdeildinni voru með 3,6 milljarða punda í tekjur á keppnistímabilinu 2015-16 og er þetta níu prósenta hækkun frá tímabilinu á undan. BBC tók saman niðurstöður úr skýrslu Deloitte. Sjónvarpstekjurnar eru nánast helmingur þessarar upphæðar en alls fengu liðin samanlagt 1,9 milljarða punda fyrir sjónvarpréttinn á ensku úrvalsdeildinni. Launakostnaður er samt alltaf að aukast en hann hækkað um tólf prósent á milli ára og var samanlagt 2,3 milljarðar punda á þessu tímabili. Þá eyddu ensku liðin líka mun meiri pening í kaup á nýjum leikmönnum. Það átti stóran þátt í hækkuninni að UEFA jók framlög sín til ensku liðanna um hundrað milljónir punda en þeir peningar komu til vegna hagstæðra sjónvarpssamninga UEFA. Það er þó ekki bara í Englandi sem peningarnir streyma inn í fótboltaheiminum því samanlagðar tekjur evrópska fótboltafélaga hækkuðu um þrettán prósent frá 2014-15 tímabilinu. Allar fimm stóru deildirnar græddu meira 2015-16 tímabilið en veturinn á undan. Ensku úrvalsdeildin náði þannig að afla meiri peninga á umræddu tímabili þrátt fyrir að það væri síðasta árið í gamla sjónvarpssamningnum. Nýr risa sjónvarpssamningur mun síðan örugglega sjá til þess að tekjurnar munu halda áfram að aukast þegar Deloitte hefur aflað sér upplýsinga um 2016-17 tímabilið. Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Enska úrvalsdeildin er alltaf að græða meiri og meiri pening og um leið setja ensku liðin ný gróðamet á hverju ári en þetta kemur fram í nýjustu samantekt Deloitte á tekjum liða í vinsælustu fótboltadeild í heimi. Liðin í ensku úrvalsdeildinni voru með 3,6 milljarða punda í tekjur á keppnistímabilinu 2015-16 og er þetta níu prósenta hækkun frá tímabilinu á undan. BBC tók saman niðurstöður úr skýrslu Deloitte. Sjónvarpstekjurnar eru nánast helmingur þessarar upphæðar en alls fengu liðin samanlagt 1,9 milljarða punda fyrir sjónvarpréttinn á ensku úrvalsdeildinni. Launakostnaður er samt alltaf að aukast en hann hækkað um tólf prósent á milli ára og var samanlagt 2,3 milljarðar punda á þessu tímabili. Þá eyddu ensku liðin líka mun meiri pening í kaup á nýjum leikmönnum. Það átti stóran þátt í hækkuninni að UEFA jók framlög sín til ensku liðanna um hundrað milljónir punda en þeir peningar komu til vegna hagstæðra sjónvarpssamninga UEFA. Það er þó ekki bara í Englandi sem peningarnir streyma inn í fótboltaheiminum því samanlagðar tekjur evrópska fótboltafélaga hækkuðu um þrettán prósent frá 2014-15 tímabilinu. Allar fimm stóru deildirnar græddu meira 2015-16 tímabilið en veturinn á undan. Ensku úrvalsdeildin náði þannig að afla meiri peninga á umræddu tímabili þrátt fyrir að það væri síðasta árið í gamla sjónvarpssamningnum. Nýr risa sjónvarpssamningur mun síðan örugglega sjá til þess að tekjurnar munu halda áfram að aukast þegar Deloitte hefur aflað sér upplýsinga um 2016-17 tímabilið.
Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira