Enski boltinn

Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi kom með beinum hætti að 22 mörkum Swansea í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Gylfi kom með beinum hætti að 22 mörkum Swansea í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. vísir/getty
Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. The Guardian greinir frá.

Gylfi hefur aðallega verið orðaður við Everton og Leicester City í sumar. Líkurnar eru þó mun meiri að hann endi hjá Everton sem hefur verið aðsópsmikið á félagaskiptamarkaðinum í sumar.

Swansea fer til Bandaríkjanna á fimmtudagsmorguninn og Everton leggur væntanlega allt kapp á að klára kaupin á Gylfa fyrir það.

Swansea er ekki undir neinni fjárhagslegri pressu að selja Gylfa sem styrkir stöðu velska liðsins í viðræðunum við Everton.

Gylfi, sem á þrjú ár eftir af samningi sínum við Swansea, skoraði níu mörk og gaf 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Wayne Rooney: Ég er ekki kominn á elliheimilið

Wayne Rooney hefur yfirgefið Manchester United og snúið til baka til uppeldisfélagsins síns Everton en nú velta margir því fyrir sér hvort að kappinn eigi eitthvað eftir á tanknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×