Fótbolti

Sonur Klinsmann fékk samning hjá Herthu Berlin en spilar ekki sömu stöðu og pabbinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonathan Klinsmann er hér boðinn velkominn til Herthu.
Jonathan Klinsmann er hér boðinn velkominn til Herthu. Mynd/@HerthaBSC
Jonathan Klinsmann er tvítugur og hingað til þekktastur fyrir það að vera sonur þýsku knattspyrnugoðsagnarinnar Jürgen Klinsmann. Nú hefur strákurinn fengið sitt tækifæri í boltanum.

Þýska félagið Hertha Berlin hefur gert samning við leikmanninn fyrir komandi tímabil en liðið varð í sjötta sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.  Jürgen Klinsmann spilaði alltaf fremst á vellinum en sonur Jonathan hans er aftur á móti markvörður.

Jonathan Klinsmann er fæddur í apríl 1997 í Newport Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum en pabbi hans var þá 33 ára gamall að að spila með Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni.

Jonathan hefur æft með Herthu-liðinu frá því að æfingar byrjuðu eftir sumarfrí og stóð sig það vel á æfingunum að hann fékk samning. Hann er 194 sentímetra á hæð og því mun hærri en pabbi sinn sem er 181 sentímetrar.







Jonathan Klinsmann verður þó líklegast þriðji markvörður liðsins á eftir þeim Rune Almenning Jarstein og Thomas Kraft.

Jonathan hefur spilað unglingalandsliðsleiki fyrir Bandaríkin og var einnig leikmaður UC Berkeley háskólaliðsins í Bandaríkjunum. Hann er bæði með þýskt og bandarískt ríkisfang.

Jürgen Klinsmann skoraði á sínum tíma 47 mörk í 108 leikjum fyrir vestur-þýska og þýska landsliðið en hann afrekaði það að skora á sex stórmótum á ferlinum. Hann hefur þjálfað bæði þýska og bandaríska landsliðið eftir að skórnir fóru upp á hillu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×