Vince Carter spilar sitt tuttugasta tímabil í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2017 15:30 Tveir reynsluboltar. Vince Carter með Gregg Popovic, þjálfara San Antonio Spurs. Vísir/Getty Vince Carter er ekkert á því að leggja körfuboltaskóna sína á hilluna og hefur nú fundið sér nýtt félag fyrir komandi tímabil. Carter sem varð fertugur í lok janúar síðastliðinn, skrifaði í gær undir eins árs samning við Sacramento Kings. Vince Carter hefur spilað með Memphis Grizzlies undanfarin þrjú tímabil en hann var með 8 stig og 1,8 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili. Carter þarf ekki að kvarta mikið yfir laununum sínum á tímabilinu í vetur því hann fær átta milljónir dollara fyrir þessa einu leiktíð eða um 845 milljónir íslenskra króna.Kings Sign @mrvincecarter15 » https://t.co/FVMomZFDUapic.twitter.com/ZuUD2EkvlA — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 Launin hans á komandi tímabili eru nánast jafnmikið og hann fékk samanlagt fyrir síðustu tvö tímabil hjá Memphis Grizzlies. Carter hefur nú fengið rúmlega 180 milljónir dollara útborgaðar á ferlinum eða meira en 19 milljarða íslenskra króna. Carter er kominn upp í 27. sæti yfir flest stig skoruð í sögu NBA (24.555) en hann er síðan í fimmta sæti yfir flestar þriggja stiga körfur (2049) og í þrettánda sæti yfir flesta leiki spilaða (1347) Vince Carter sló met Michael Jordan í vetur þegar hann varð elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 20 stig af bekknum. Hann bætti sitt nýja met líka sex dögum síðar. Vince Carter var rosalegur háloftafugl þegar hann kom inn í NBA-deildina en hann byrjaði hjá Toronto Raptors árið 1998. Sacramento Kings verður hans sjöunda félag í deildinni. @mrvincecarter15 pic.twitter.com/5qt5tRyYyH — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 Sacramento Kings bætti líka við sig tveimur öðrum reynsluboltum eða þeim George Hill og Zach Randolph.Kings Sign George Hill » https://t.co/LBMkMRqBR3pic.twitter.com/GeEazc2uNa — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017Kings Sign @MacBo50 » https://t.co/99mo5mCDnjpic.twitter.com/qgczNzndWv — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Vince Carter er ekkert á því að leggja körfuboltaskóna sína á hilluna og hefur nú fundið sér nýtt félag fyrir komandi tímabil. Carter sem varð fertugur í lok janúar síðastliðinn, skrifaði í gær undir eins árs samning við Sacramento Kings. Vince Carter hefur spilað með Memphis Grizzlies undanfarin þrjú tímabil en hann var með 8 stig og 1,8 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili. Carter þarf ekki að kvarta mikið yfir laununum sínum á tímabilinu í vetur því hann fær átta milljónir dollara fyrir þessa einu leiktíð eða um 845 milljónir íslenskra króna.Kings Sign @mrvincecarter15 » https://t.co/FVMomZFDUapic.twitter.com/ZuUD2EkvlA — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 Launin hans á komandi tímabili eru nánast jafnmikið og hann fékk samanlagt fyrir síðustu tvö tímabil hjá Memphis Grizzlies. Carter hefur nú fengið rúmlega 180 milljónir dollara útborgaðar á ferlinum eða meira en 19 milljarða íslenskra króna. Carter er kominn upp í 27. sæti yfir flest stig skoruð í sögu NBA (24.555) en hann er síðan í fimmta sæti yfir flestar þriggja stiga körfur (2049) og í þrettánda sæti yfir flesta leiki spilaða (1347) Vince Carter sló met Michael Jordan í vetur þegar hann varð elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 20 stig af bekknum. Hann bætti sitt nýja met líka sex dögum síðar. Vince Carter var rosalegur háloftafugl þegar hann kom inn í NBA-deildina en hann byrjaði hjá Toronto Raptors árið 1998. Sacramento Kings verður hans sjöunda félag í deildinni. @mrvincecarter15 pic.twitter.com/5qt5tRyYyH — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 Sacramento Kings bætti líka við sig tveimur öðrum reynsluboltum eða þeim George Hill og Zach Randolph.Kings Sign George Hill » https://t.co/LBMkMRqBR3pic.twitter.com/GeEazc2uNa — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017Kings Sign @MacBo50 » https://t.co/99mo5mCDnjpic.twitter.com/qgczNzndWv — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017
NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira