Enski boltinn

Rooney: Væri toppurinn að vinna titil með Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney er kominn heim eftir 13 ára fjarveru.
Rooney er kominn heim eftir 13 ára fjarveru. vísir/getty
Wayne Rooney gekk í gær í raðir Everton á nýjan leik og skrifaði undir tveggja ára samning við sitt uppeldisfélag.

Rooney var hjá Man. Utd í þrettán ár þar sem hann vann deildina fimm sinnum, bikarinn einu sinni, deildabikarinn þrisvar og svo vann hann bæði Meistara- og Evrópudeildina með United.

Everton hefur aftur á móti ekki unnið titil síðan 1995 og því vill Rooney breyta.

„Þetta félag á að vinna titla og við erum að taka stór skref í átt að því að vinna titla,“ sagði Rooney við heimkomuna í gær.

„Það væri toppurinn fyrir mig að vinna titil hérna. Ég man enn eftir titlinum 1995 enda níu ára. Everton hefur átt að vinna fleiri titla síðan.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×