Enski boltinn

Segir að Zlatan vilji spila áfram í Evrópu

Elías Orri Njarðarson skrifar
Zlatan er geggjaður leikmaður
Zlatan er geggjaður leikmaður visir/getty
Miklar vangaveltur hafa verið í kringum framtíð Zlatan Ibrahimovic eftir að ljóst væri að hann myndi ekki vera áfram hjá Manchester United á Englandi.

Ibrahimovic, sem er orðinn 35 ára gamall, lék á síðasta tímabili með Manchester United eftir að hafa komið þangað frá Paris-Saint Germain í Frakklandi. Hann lék 28 leiki með enska liðinu og skoraði 17 mörk.

Talið var að leið sænska framherjans myndi liggja til Bandaríkjanna og þá til stórliðsins þar í landi, LA Galaxy.

Í samtali við ESPN segir hinsvegar Chris Klein, forseti LA Galaxy, að hann telji að Zlatan vilji spila áfram í Evrópu, en bætir við að bandaríska liðið hafi samt enn áhuga á að semja við Ibrahimovic í framtíðinni. Bandaríska liðið er nú þegar komnir með þrjá erlenda leikmenn í lið sitt en ákveðnar reglur gilda í MLS-deildinni í Bandaríkjunum um fjölda erlendra leikmanna í hverju liði.

Zlatan sem er enn að jafna sig eftir erfið hnémeiðsl, verður sennilega ekki klár í slaginn fyrr en á næsta ári og fróðlegt verður að sjá í hvaða lið þessi stórkostlegi framherji fer í.


Tengdar fréttir

Zlatan líkir sér við King Kong

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic líkir sjálfum sér við King Kong í nýjustu færslu sinni á Instagram.

Hefur fengið tilboð frá Ítalíu og Bandaríkjunum

Zlatan Ibrahimovic hefur fengið tilboð frá Ítalíu og Bandaríkjunum eftir að Manchester United ákvað að endurnýja ekki samning hans. Þetta segir Mino Raiola, umboðsmaður Zlatans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×