Hlaupið í Múlakvísl í rénun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2017 15:58 Múlakvísl við Þjóðveginn austan við Vík þar sem hún rennur undir brúna. Gamla brúin fór í jökulhlaupinu árið 2011. vísir/jóhann k. jóhannsson Jökulhlaupið í Múlakvísl er í rénun en ekki er hægt að útiloka að stærra hlaup muni fylgja í kjölfarið. Enginn gosórói hefur mælst í Kötlu frá því í nótt, þegar jökulhlaupið var að hefjast. „Við teljum, samkvæmt þeim upplýsingum sem við erum með, að hlaupið sé í rénun. Mælingar fara jafnt og þétt minnkandi, þ.e styrkur rafleiðninnar, en höfum fengið ábendingar frá fólki á staðnum að enn sé töluvert hlaupvatn í ánni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Aðspurð segir hún að engin merki séu um gosóróa. „Það hefur enginn gosórói mælst frá því í nótt. Það hafa mælst nokkrir skjálftar frá klukkan sjö í morgun en þeir voru allir minniháttar, og á því svæði sem við teljum vera upptök hlaupsins, norðaustarlega í öskjunni.“ Þá segir hún ekki hægt að útiloka annað og jafnvel stærra hlaup, en að tíminn þurfi að leiða það í ljós. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Rafleiðni jókst mjög hratt milli klukkan sex og til rúmlega sjö í morgun og toppaði í 580 µS/cm, en hefur farið hægt sígandi síðan þá. Klukkan 14.40 mældist rafleiðnin 330 µS/cm og fer hægt minnkandi. Sjónarvottar hafa gefið til kynna að áin sé enn mikil umfangs og mikill breytilegi sé í flóðafarveginum. Fólk hefur verið hvatt til að sýna aðgát í nágrenni árinnar vegna mögulegs gasútstreymis. Tengdar fréttir Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13 Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Jökulhlaupið í Múlakvísl er í rénun en ekki er hægt að útiloka að stærra hlaup muni fylgja í kjölfarið. Enginn gosórói hefur mælst í Kötlu frá því í nótt, þegar jökulhlaupið var að hefjast. „Við teljum, samkvæmt þeim upplýsingum sem við erum með, að hlaupið sé í rénun. Mælingar fara jafnt og þétt minnkandi, þ.e styrkur rafleiðninnar, en höfum fengið ábendingar frá fólki á staðnum að enn sé töluvert hlaupvatn í ánni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Aðspurð segir hún að engin merki séu um gosóróa. „Það hefur enginn gosórói mælst frá því í nótt. Það hafa mælst nokkrir skjálftar frá klukkan sjö í morgun en þeir voru allir minniháttar, og á því svæði sem við teljum vera upptök hlaupsins, norðaustarlega í öskjunni.“ Þá segir hún ekki hægt að útiloka annað og jafnvel stærra hlaup, en að tíminn þurfi að leiða það í ljós. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Rafleiðni jókst mjög hratt milli klukkan sex og til rúmlega sjö í morgun og toppaði í 580 µS/cm, en hefur farið hægt sígandi síðan þá. Klukkan 14.40 mældist rafleiðnin 330 µS/cm og fer hægt minnkandi. Sjónarvottar hafa gefið til kynna að áin sé enn mikil umfangs og mikill breytilegi sé í flóðafarveginum. Fólk hefur verið hvatt til að sýna aðgát í nágrenni árinnar vegna mögulegs gasútstreymis.
Tengdar fréttir Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13 Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13
Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50
Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36