Icelandair enn í vanda statt Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. júlí 2017 07:00 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group vísir/gva Þrátt fyrir ágætan tekjuvöxt og fyrirséðan afkomubata er Icelandair Group ekki enn komið fyrir vind, að mati viðmælenda Fréttablaðsins á fjármálamarkaði. Þeir benda á að samkeppni í flugi á Norður-Atlantshafi sé enn mikil og fari vaxandi og áfram sé útlit fyrir að fargjöld haldist lág. „Við sjáum að víða hafa flugfélög miklar áhyggjur af áframhaldandi þrýstingi á verð,“ segir einn viðmælandi blaðsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ljóst að samkeppnin sé að aukast. „Leikreglurnar hafa breyst og við þurfum að bregðast við því. Við trúum því að félagið sé í þeirri stöðu að geta tekist á við samkeppnina og aukið þjónustuframboð og tekjur til lengri tíma litið,“ nefnir hann. Hlutabréf í Icelandair Group hríðféllu, um 7,7 prósent, í verði í ríflega 880 milljóna króna viðskiptum í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Eftir nánast linnulausa velgengni, þar sem bréf flugfélagsins meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016, hefur farið að síga á ógæfuhliðina hjá félaginu. Alls hafa bréfin lækkað um 33 prósent í verði eftir að félagið birti kolsvarta afkomuviðvörun í byrjun febrúarmánaðar þar sem varað var við því að EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – yrði 140 til 150 milljónir dala og myndi dragast saman um þrjátíu prósent á árinu. Stjórnendur félagsins hafa nú hækkað spána í 150 til 160 milljónir dala, en það virðist ekki duga til þess að lægja öldurnar. Arnar Ingi Jónsson, hlutabréfagreinandi hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að af lækkuninni á hlutabréfaverði Icelandair Group í gær megi sennilega ráða að markaðurinn hafi vænst betra uppgjörs. „Það var ýmislegt jákvætt í uppgjörinu. Til dæmis er ágætur vöxtur í tekjum af farþegaflutningum. Tekjur á seldan sætiskílómetra lækka vissulega á milli ára en batna á milli ársfjórðunga og hefur dregið nokkuð úr lækkunarþrýstingi á þeim,“ segir hann og bætir við að stjórnendur félagsins hafi auk þess bent á að innleiðing þeirra aðgerða sem þeir gripu til í kjölfar afkomuviðvörunarinnar í febrúar gangi samkvæmt áætlun. Hins vegar hafi launakostnaður reynst mjög hár á tímabilinu og hækkað umtalsvert meira á milli ára en búist hafði verið við. Laun og annar starfsmannakostnaður hækkaði um 39 prósent á milli ára, sem er verulega umfram það sem nemur styrkingu krónunnar á sama tíma, en að sögn stjórnenda Icelandair Group má rekja hækkunina til aukins umfangs og gengisstyrkingar krónunnar. Greinendur hafa auk þess nefnt að aukinn launakostnaður sem hlutfall af veltu sé veigamikil ástæða þess að EBITDA-hagnaður félagsins hafi farið lækkandi. Arnar Ingi bendir einnig á að afkoman af hótelrekstri félagsins hafi verið frekar slöpp. Ragnar Benediktsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS, segir uppgjör félagsins hafa verið í samræmi við spá IFS. „Við bjuggumst við því að þeir myndu hækka EBITDA-spána og gerum sjálfir ráð fyrir að EBIDTA félagsins verði 159 milljónir dala á árinu. Það var annars ekkert sem kom í sjálfu sér á óvart í uppgjörinu,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þrátt fyrir ágætan tekjuvöxt og fyrirséðan afkomubata er Icelandair Group ekki enn komið fyrir vind, að mati viðmælenda Fréttablaðsins á fjármálamarkaði. Þeir benda á að samkeppni í flugi á Norður-Atlantshafi sé enn mikil og fari vaxandi og áfram sé útlit fyrir að fargjöld haldist lág. „Við sjáum að víða hafa flugfélög miklar áhyggjur af áframhaldandi þrýstingi á verð,“ segir einn viðmælandi blaðsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ljóst að samkeppnin sé að aukast. „Leikreglurnar hafa breyst og við þurfum að bregðast við því. Við trúum því að félagið sé í þeirri stöðu að geta tekist á við samkeppnina og aukið þjónustuframboð og tekjur til lengri tíma litið,“ nefnir hann. Hlutabréf í Icelandair Group hríðféllu, um 7,7 prósent, í verði í ríflega 880 milljóna króna viðskiptum í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Eftir nánast linnulausa velgengni, þar sem bréf flugfélagsins meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016, hefur farið að síga á ógæfuhliðina hjá félaginu. Alls hafa bréfin lækkað um 33 prósent í verði eftir að félagið birti kolsvarta afkomuviðvörun í byrjun febrúarmánaðar þar sem varað var við því að EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – yrði 140 til 150 milljónir dala og myndi dragast saman um þrjátíu prósent á árinu. Stjórnendur félagsins hafa nú hækkað spána í 150 til 160 milljónir dala, en það virðist ekki duga til þess að lægja öldurnar. Arnar Ingi Jónsson, hlutabréfagreinandi hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að af lækkuninni á hlutabréfaverði Icelandair Group í gær megi sennilega ráða að markaðurinn hafi vænst betra uppgjörs. „Það var ýmislegt jákvætt í uppgjörinu. Til dæmis er ágætur vöxtur í tekjum af farþegaflutningum. Tekjur á seldan sætiskílómetra lækka vissulega á milli ára en batna á milli ársfjórðunga og hefur dregið nokkuð úr lækkunarþrýstingi á þeim,“ segir hann og bætir við að stjórnendur félagsins hafi auk þess bent á að innleiðing þeirra aðgerða sem þeir gripu til í kjölfar afkomuviðvörunarinnar í febrúar gangi samkvæmt áætlun. Hins vegar hafi launakostnaður reynst mjög hár á tímabilinu og hækkað umtalsvert meira á milli ára en búist hafði verið við. Laun og annar starfsmannakostnaður hækkaði um 39 prósent á milli ára, sem er verulega umfram það sem nemur styrkingu krónunnar á sama tíma, en að sögn stjórnenda Icelandair Group má rekja hækkunina til aukins umfangs og gengisstyrkingar krónunnar. Greinendur hafa auk þess nefnt að aukinn launakostnaður sem hlutfall af veltu sé veigamikil ástæða þess að EBITDA-hagnaður félagsins hafi farið lækkandi. Arnar Ingi bendir einnig á að afkoman af hótelrekstri félagsins hafi verið frekar slöpp. Ragnar Benediktsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS, segir uppgjör félagsins hafa verið í samræmi við spá IFS. „Við bjuggumst við því að þeir myndu hækka EBITDA-spána og gerum sjálfir ráð fyrir að EBIDTA félagsins verði 159 milljónir dala á árinu. Það var annars ekkert sem kom í sjálfu sér á óvart í uppgjörinu,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira