Icelandair enn í vanda statt Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. júlí 2017 07:00 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group vísir/gva Þrátt fyrir ágætan tekjuvöxt og fyrirséðan afkomubata er Icelandair Group ekki enn komið fyrir vind, að mati viðmælenda Fréttablaðsins á fjármálamarkaði. Þeir benda á að samkeppni í flugi á Norður-Atlantshafi sé enn mikil og fari vaxandi og áfram sé útlit fyrir að fargjöld haldist lág. „Við sjáum að víða hafa flugfélög miklar áhyggjur af áframhaldandi þrýstingi á verð,“ segir einn viðmælandi blaðsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ljóst að samkeppnin sé að aukast. „Leikreglurnar hafa breyst og við þurfum að bregðast við því. Við trúum því að félagið sé í þeirri stöðu að geta tekist á við samkeppnina og aukið þjónustuframboð og tekjur til lengri tíma litið,“ nefnir hann. Hlutabréf í Icelandair Group hríðféllu, um 7,7 prósent, í verði í ríflega 880 milljóna króna viðskiptum í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Eftir nánast linnulausa velgengni, þar sem bréf flugfélagsins meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016, hefur farið að síga á ógæfuhliðina hjá félaginu. Alls hafa bréfin lækkað um 33 prósent í verði eftir að félagið birti kolsvarta afkomuviðvörun í byrjun febrúarmánaðar þar sem varað var við því að EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – yrði 140 til 150 milljónir dala og myndi dragast saman um þrjátíu prósent á árinu. Stjórnendur félagsins hafa nú hækkað spána í 150 til 160 milljónir dala, en það virðist ekki duga til þess að lægja öldurnar. Arnar Ingi Jónsson, hlutabréfagreinandi hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að af lækkuninni á hlutabréfaverði Icelandair Group í gær megi sennilega ráða að markaðurinn hafi vænst betra uppgjörs. „Það var ýmislegt jákvætt í uppgjörinu. Til dæmis er ágætur vöxtur í tekjum af farþegaflutningum. Tekjur á seldan sætiskílómetra lækka vissulega á milli ára en batna á milli ársfjórðunga og hefur dregið nokkuð úr lækkunarþrýstingi á þeim,“ segir hann og bætir við að stjórnendur félagsins hafi auk þess bent á að innleiðing þeirra aðgerða sem þeir gripu til í kjölfar afkomuviðvörunarinnar í febrúar gangi samkvæmt áætlun. Hins vegar hafi launakostnaður reynst mjög hár á tímabilinu og hækkað umtalsvert meira á milli ára en búist hafði verið við. Laun og annar starfsmannakostnaður hækkaði um 39 prósent á milli ára, sem er verulega umfram það sem nemur styrkingu krónunnar á sama tíma, en að sögn stjórnenda Icelandair Group má rekja hækkunina til aukins umfangs og gengisstyrkingar krónunnar. Greinendur hafa auk þess nefnt að aukinn launakostnaður sem hlutfall af veltu sé veigamikil ástæða þess að EBITDA-hagnaður félagsins hafi farið lækkandi. Arnar Ingi bendir einnig á að afkoman af hótelrekstri félagsins hafi verið frekar slöpp. Ragnar Benediktsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS, segir uppgjör félagsins hafa verið í samræmi við spá IFS. „Við bjuggumst við því að þeir myndu hækka EBITDA-spána og gerum sjálfir ráð fyrir að EBIDTA félagsins verði 159 milljónir dala á árinu. Það var annars ekkert sem kom í sjálfu sér á óvart í uppgjörinu,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Þrátt fyrir ágætan tekjuvöxt og fyrirséðan afkomubata er Icelandair Group ekki enn komið fyrir vind, að mati viðmælenda Fréttablaðsins á fjármálamarkaði. Þeir benda á að samkeppni í flugi á Norður-Atlantshafi sé enn mikil og fari vaxandi og áfram sé útlit fyrir að fargjöld haldist lág. „Við sjáum að víða hafa flugfélög miklar áhyggjur af áframhaldandi þrýstingi á verð,“ segir einn viðmælandi blaðsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ljóst að samkeppnin sé að aukast. „Leikreglurnar hafa breyst og við þurfum að bregðast við því. Við trúum því að félagið sé í þeirri stöðu að geta tekist á við samkeppnina og aukið þjónustuframboð og tekjur til lengri tíma litið,“ nefnir hann. Hlutabréf í Icelandair Group hríðféllu, um 7,7 prósent, í verði í ríflega 880 milljóna króna viðskiptum í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Eftir nánast linnulausa velgengni, þar sem bréf flugfélagsins meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016, hefur farið að síga á ógæfuhliðina hjá félaginu. Alls hafa bréfin lækkað um 33 prósent í verði eftir að félagið birti kolsvarta afkomuviðvörun í byrjun febrúarmánaðar þar sem varað var við því að EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – yrði 140 til 150 milljónir dala og myndi dragast saman um þrjátíu prósent á árinu. Stjórnendur félagsins hafa nú hækkað spána í 150 til 160 milljónir dala, en það virðist ekki duga til þess að lægja öldurnar. Arnar Ingi Jónsson, hlutabréfagreinandi hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að af lækkuninni á hlutabréfaverði Icelandair Group í gær megi sennilega ráða að markaðurinn hafi vænst betra uppgjörs. „Það var ýmislegt jákvætt í uppgjörinu. Til dæmis er ágætur vöxtur í tekjum af farþegaflutningum. Tekjur á seldan sætiskílómetra lækka vissulega á milli ára en batna á milli ársfjórðunga og hefur dregið nokkuð úr lækkunarþrýstingi á þeim,“ segir hann og bætir við að stjórnendur félagsins hafi auk þess bent á að innleiðing þeirra aðgerða sem þeir gripu til í kjölfar afkomuviðvörunarinnar í febrúar gangi samkvæmt áætlun. Hins vegar hafi launakostnaður reynst mjög hár á tímabilinu og hækkað umtalsvert meira á milli ára en búist hafði verið við. Laun og annar starfsmannakostnaður hækkaði um 39 prósent á milli ára, sem er verulega umfram það sem nemur styrkingu krónunnar á sama tíma, en að sögn stjórnenda Icelandair Group má rekja hækkunina til aukins umfangs og gengisstyrkingar krónunnar. Greinendur hafa auk þess nefnt að aukinn launakostnaður sem hlutfall af veltu sé veigamikil ástæða þess að EBITDA-hagnaður félagsins hafi farið lækkandi. Arnar Ingi bendir einnig á að afkoman af hótelrekstri félagsins hafi verið frekar slöpp. Ragnar Benediktsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS, segir uppgjör félagsins hafa verið í samræmi við spá IFS. „Við bjuggumst við því að þeir myndu hækka EBITDA-spána og gerum sjálfir ráð fyrir að EBIDTA félagsins verði 159 milljónir dala á árinu. Það var annars ekkert sem kom í sjálfu sér á óvart í uppgjörinu,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira