Allra besta sumarvinnan Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 29. júlí 2017 10:00 Leikararnir ásamt leikstjóranum, f.v Jón Bjarni Emilsson, George Ari Devos, Tómas Nói og Erlen Isabella Einarsdóttir. Á myndina vantar einn leikarann, Kristínu Önnu. Þetta var allrabesta sumarvinnan,“ segir Tómas Nói Emilsson, ungur og upprennandi kvikmyndargerðarmaður en hann leikstýrði og tók upp sína fyrstu sjónvarpsauglýsingu í sumar. „Þau hjá Emmessís sáu viðtal við mig í Fréttablaðinu í vor, höfðu samband og báðu mig um að búa til auglýsingu fyrir sig. Þau voru með grófa hugmynd um hvernig hún ætti að vera en svo átti ég að sjá um allt saman. Vinna hugmyndina betur, finna krakka til að leika, leikstýra og finna tökustað. Svo þurfti að útvega græjur og fleira,“ segir Tómas. Þetta hafi verið hörkuvinna. „Ég var mikið í útlöndum með fjölskyldunni í sumar svo ég þurfti að klára þetta verkefni allt á einni viku. Það er auðvitað best að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast en þetta var erfitt – að undirbúa allt, taka upp og klippa. Dagarnir voru dálítið langir,“ segir Tómas en það fylgi kvikmyndabransanum. „Já, maður bara reddaði þessu,“ segir hann hress.„Mesti tíminn fór í undirbúning, tíu tímar á dag í nokkra daga. Aðaltökudagurinn var líka tíu tímar, átta tímar fóru í tökurnar sjálfar og tveir tímar í að gera tilbúið og ganga svo frá. Ég talaði við nokkra krakka sem ég þekki og vissi að finnst gaman að leika. Þau höfðu leikið áður en ekki gert neitt kvikmyndatengt. Meðalaldurinn í hópnum er tólf og hálft ár en þau stóðu sig ótrúlega vel. Sátu ekki og biðu í tíu tíma heldur hjálpuðu mikið til við undirbúninginn og hjálpuðu með ljósin og fleira í tökum, bara eins og alvöru kvikmyndatökuteymi. Svo tók við klippivinna sem ég sá alveg um.“„Það er auðvitað best að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast,“ segir Tómas Nói Emilsson en hann leikstýrði sinni fyrstu sjónvarpsauglýsingu í sumar. mynd/VilhelmTómas Nói er ekki ókunnugur handtökunum á setti en hann sigraði á stuttmyndahátíðinni í Bíói Paradís með stuttmynd sína Stökkið fyrir tveimur árum og hefur sjálfur leikið í auglýsingu og í tónlistarmyndbandi. Hann segir þetta þó fyrsta stóra verkefnið en vonandi upphafið að því sem koma skal. Hver var helsta áskorunin í verkefninu? „Erfiðast var sennilega að finna tökustað. Ístrukkurinn átti að keyra um svo við þurftum stóran gólfflöt og mikið pláss. Það þýddi ekkert að vera í lítilli íbúð og ég eyddi mörgum klukkutímum í að finna nógu stórt pláss,“ segir Tómas. „Þetta er það langstærsta sem ég hef gert og það skemmtilegasta. Ég lærði helling á þessu og ég vona að fleiri verkefni fylgi í kjölfarið; tónlistarmyndbönd eða fleiri auglýsingar. Ég er búinn að smala saman nokkrum strákum í teymi og einn er mjög góður klippari. Ég er meira að segja kominn með smá fyrirtæki í kringum þetta, Stúdíó Blönduhlíð og er að setja Facebooksíðu í gang,“ segir Tómas Nói.Hér með fréttinni má sjá auglýsinguna og einnig myndband þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við tökur. Krakkar Tengdar fréttir Spennandi tökur bókaðar í sumar Tómas Nói Emilsson 14 ára er löngu búinn að ákveða framtíðarstarfið og lék í bresku tónlistarmyndbandi til að kynnast kvikmyndaheiminum. 3. júní 2017 10:00 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Sjá meira
Þetta var allrabesta sumarvinnan,“ segir Tómas Nói Emilsson, ungur og upprennandi kvikmyndargerðarmaður en hann leikstýrði og tók upp sína fyrstu sjónvarpsauglýsingu í sumar. „Þau hjá Emmessís sáu viðtal við mig í Fréttablaðinu í vor, höfðu samband og báðu mig um að búa til auglýsingu fyrir sig. Þau voru með grófa hugmynd um hvernig hún ætti að vera en svo átti ég að sjá um allt saman. Vinna hugmyndina betur, finna krakka til að leika, leikstýra og finna tökustað. Svo þurfti að útvega græjur og fleira,“ segir Tómas. Þetta hafi verið hörkuvinna. „Ég var mikið í útlöndum með fjölskyldunni í sumar svo ég þurfti að klára þetta verkefni allt á einni viku. Það er auðvitað best að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast en þetta var erfitt – að undirbúa allt, taka upp og klippa. Dagarnir voru dálítið langir,“ segir Tómas en það fylgi kvikmyndabransanum. „Já, maður bara reddaði þessu,“ segir hann hress.„Mesti tíminn fór í undirbúning, tíu tímar á dag í nokkra daga. Aðaltökudagurinn var líka tíu tímar, átta tímar fóru í tökurnar sjálfar og tveir tímar í að gera tilbúið og ganga svo frá. Ég talaði við nokkra krakka sem ég þekki og vissi að finnst gaman að leika. Þau höfðu leikið áður en ekki gert neitt kvikmyndatengt. Meðalaldurinn í hópnum er tólf og hálft ár en þau stóðu sig ótrúlega vel. Sátu ekki og biðu í tíu tíma heldur hjálpuðu mikið til við undirbúninginn og hjálpuðu með ljósin og fleira í tökum, bara eins og alvöru kvikmyndatökuteymi. Svo tók við klippivinna sem ég sá alveg um.“„Það er auðvitað best að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast,“ segir Tómas Nói Emilsson en hann leikstýrði sinni fyrstu sjónvarpsauglýsingu í sumar. mynd/VilhelmTómas Nói er ekki ókunnugur handtökunum á setti en hann sigraði á stuttmyndahátíðinni í Bíói Paradís með stuttmynd sína Stökkið fyrir tveimur árum og hefur sjálfur leikið í auglýsingu og í tónlistarmyndbandi. Hann segir þetta þó fyrsta stóra verkefnið en vonandi upphafið að því sem koma skal. Hver var helsta áskorunin í verkefninu? „Erfiðast var sennilega að finna tökustað. Ístrukkurinn átti að keyra um svo við þurftum stóran gólfflöt og mikið pláss. Það þýddi ekkert að vera í lítilli íbúð og ég eyddi mörgum klukkutímum í að finna nógu stórt pláss,“ segir Tómas. „Þetta er það langstærsta sem ég hef gert og það skemmtilegasta. Ég lærði helling á þessu og ég vona að fleiri verkefni fylgi í kjölfarið; tónlistarmyndbönd eða fleiri auglýsingar. Ég er búinn að smala saman nokkrum strákum í teymi og einn er mjög góður klippari. Ég er meira að segja kominn með smá fyrirtæki í kringum þetta, Stúdíó Blönduhlíð og er að setja Facebooksíðu í gang,“ segir Tómas Nói.Hér með fréttinni má sjá auglýsinguna og einnig myndband þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við tökur.
Krakkar Tengdar fréttir Spennandi tökur bókaðar í sumar Tómas Nói Emilsson 14 ára er löngu búinn að ákveða framtíðarstarfið og lék í bresku tónlistarmyndbandi til að kynnast kvikmyndaheiminum. 3. júní 2017 10:00 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Sjá meira
Spennandi tökur bókaðar í sumar Tómas Nói Emilsson 14 ára er löngu búinn að ákveða framtíðarstarfið og lék í bresku tónlistarmyndbandi til að kynnast kvikmyndaheiminum. 3. júní 2017 10:00