Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að eldflaug sem Norður-Kóreumenn skutu á loft hafi lent í japanskri landhelgi í dag. Hann hefur kallað til neyðarfund í þjóðaröryggisráði landsins.
„Við höfum fengið upplýsingar varðandi það að Norður-Kóreumenn hafi enn einu sinni skotið eldflaug á lofti. Við munum greina þessar upplýsingar strax og gera allt sem við getum til að tryggja öryggi Japana,” sagði Abe í dag.
Eldflaugarskotið á að hafa átt sér stað skömmu fyrir miðnætti að staðartíma. The Guardian hefur eftir að talsmanni bandaríska varnarmálaráðuneytisins að það hafi staðfest að eldflaug hafi verið skotið á loft í Norður-Kóreu.
Ekki liggur fyrir um hvers konar eldflaug er að ræða en fyrr í vikunni sögðu bandarískir embættismenn að þeir hefðu vísbendingar um að Norður-Kóreumenn væru að undirbúa nýtt eldflaugaskot.
