Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 27. júlí 2017 11:15 Harpa vonsvikin eftir tapið gegn Austurríki í Rotterdam í gærkvöldi. Vísir/Getty Harpa Þorsteinsdóttir var jafnsvekkt og aðrir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi eftir 3-0 tap gegn Austurríki. Harpa byrjaði leikinn sem segja má að hafi markað lokahnykkinn á endurkomu hennar eftir barnsburð í lok febrúar. Harpa, sem var markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, segir að sér hafi liðið vel á vellinum og ekki fundist neitt vanta upp á formið eða hraðann. „Það sem mig vantar á móti er að ég er ekki búin að spila þessa æfingaleiki,“ segir Harpa og telur upp æfingaleikina í janúar, Algarve mótið árlega, æfingaleikina í apríl og aftur í júní. „Auðvitað telur þetta. Ég hefði auðvitað verið betur í stakk búin hefði ég tekið þátt í þessu öllu.“Ýmir Jóhannesson sló í gegn með Hörpu Þorsteinsdóttur, mömmu sinni, á blaðamannafundi eftir baráttuleikinn gegn Frökkum.VÍSIR/VILHELMFraman af leik í kvöld var Harpa töluvert í boltanum en hún hefur þann styrk og eiginleika að geta skýlt bolta vel, haldið honum og skilað frá sér. Eitthvað sem hefur vantað í íslenska liðið á mótinu. Harpa hefur lagt mikið á sig til að vera klár en fimm mánuðir sléttir eru í dag síðan Ýmir, yngri sonur hennar, fæddist. „Ég hef gert allt sem ég mögulega gat gert, ég hefði ekki getað dropa í viðbót. Ég hef gert allt til þess að vera tilbúin.“ Hún segist jafnsvekkt með niðurstöðuna og allar hinar stelpurnar. Jóhannes Karl Sigursteinsson, maður Hörpu, ásamt Ými og Steinari, við sumarhúsið þar sem strákarnir héldu til nærri hóteli landsliðsins á meðan á dvölinni stóð.vísir/björn G. SigurðssonHarpa er nýorðin 31 árs. Hún hefur raðað inn mörkunum í Pepsi-deild kvenna undanfarin ár og verið fyrsti kosturinn í framlínu Íslands sömuleiðis. Freyr hefur kallað eftir meiri fórnfýsi frá leikmönnum að stíga skrefið, fara utan til að æfa og spila með stærri liðum. Harpa hefur nokkrum sinnum farið utan, bæði til Englands og Noregs, en staldrað stutt við. Hún segist samt alltaf opin fyrir að skoða það ef eitthvað spennandi kemur upp að fara í atvinnumennsku. „Algjörlega, það er eitthvað sem ég myndi alltaf skoða. En ég er alltaf með sama svarið. Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu,“ segir Harpa. „Því miður. Ég væri löngu farin út en þetta er bara staðreyndin.“ Harpa segist hafa farið utan með fjögurra ára gamlan son sinn fyrir tveimur árum en það hafi bara ekki gengið.Harpa ásamt Steinari, Ágústu Ýr og Ými.Úr einkasafni„Það er eins og liðin þekki þetta ekki að þurfa að díla við erlendan leikmann sem er með fjölskyldu. Það er ógeðslega erfitt að koma sér út og á framfæri, sérstaklega þegar maður er ekki inni í samfélaginu neins staðar úti,“ segir Harpa. „Ég þyrfti alltaf góðan stuðning og góðan samning. Þetta er ógeðslega erfitt, því miður.“ Harpa fór eins og allir leikmenn Íslands til stuðningsmanna eftir leik. Hún fann mann sinn og börn í stúkunni og fékk glaðning frá Ágústu Ýr, stjúpdóttur sinni. Verðlaunapening um hálsinn númer eitt. „Ég fór alveg að gráta. Það minnti mig á að þó að við stöndum hérna og maður er með blóð og tár úti á velli, og hugsar að fótboltinn sé allt, þá er það ekki allt,“ segir Harpa. „Hún faðmaði mig og sagðist elska mig. Hún gerði það sama hvort leikurinn hefði tapast eða unnist.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir var jafnsvekkt og aðrir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi eftir 3-0 tap gegn Austurríki. Harpa byrjaði leikinn sem segja má að hafi markað lokahnykkinn á endurkomu hennar eftir barnsburð í lok febrúar. Harpa, sem var markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, segir að sér hafi liðið vel á vellinum og ekki fundist neitt vanta upp á formið eða hraðann. „Það sem mig vantar á móti er að ég er ekki búin að spila þessa æfingaleiki,“ segir Harpa og telur upp æfingaleikina í janúar, Algarve mótið árlega, æfingaleikina í apríl og aftur í júní. „Auðvitað telur þetta. Ég hefði auðvitað verið betur í stakk búin hefði ég tekið þátt í þessu öllu.“Ýmir Jóhannesson sló í gegn með Hörpu Þorsteinsdóttur, mömmu sinni, á blaðamannafundi eftir baráttuleikinn gegn Frökkum.VÍSIR/VILHELMFraman af leik í kvöld var Harpa töluvert í boltanum en hún hefur þann styrk og eiginleika að geta skýlt bolta vel, haldið honum og skilað frá sér. Eitthvað sem hefur vantað í íslenska liðið á mótinu. Harpa hefur lagt mikið á sig til að vera klár en fimm mánuðir sléttir eru í dag síðan Ýmir, yngri sonur hennar, fæddist. „Ég hef gert allt sem ég mögulega gat gert, ég hefði ekki getað dropa í viðbót. Ég hef gert allt til þess að vera tilbúin.“ Hún segist jafnsvekkt með niðurstöðuna og allar hinar stelpurnar. Jóhannes Karl Sigursteinsson, maður Hörpu, ásamt Ými og Steinari, við sumarhúsið þar sem strákarnir héldu til nærri hóteli landsliðsins á meðan á dvölinni stóð.vísir/björn G. SigurðssonHarpa er nýorðin 31 árs. Hún hefur raðað inn mörkunum í Pepsi-deild kvenna undanfarin ár og verið fyrsti kosturinn í framlínu Íslands sömuleiðis. Freyr hefur kallað eftir meiri fórnfýsi frá leikmönnum að stíga skrefið, fara utan til að æfa og spila með stærri liðum. Harpa hefur nokkrum sinnum farið utan, bæði til Englands og Noregs, en staldrað stutt við. Hún segist samt alltaf opin fyrir að skoða það ef eitthvað spennandi kemur upp að fara í atvinnumennsku. „Algjörlega, það er eitthvað sem ég myndi alltaf skoða. En ég er alltaf með sama svarið. Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu,“ segir Harpa. „Því miður. Ég væri löngu farin út en þetta er bara staðreyndin.“ Harpa segist hafa farið utan með fjögurra ára gamlan son sinn fyrir tveimur árum en það hafi bara ekki gengið.Harpa ásamt Steinari, Ágústu Ýr og Ými.Úr einkasafni„Það er eins og liðin þekki þetta ekki að þurfa að díla við erlendan leikmann sem er með fjölskyldu. Það er ógeðslega erfitt að koma sér út og á framfæri, sérstaklega þegar maður er ekki inni í samfélaginu neins staðar úti,“ segir Harpa. „Ég þyrfti alltaf góðan stuðning og góðan samning. Þetta er ógeðslega erfitt, því miður.“ Harpa fór eins og allir leikmenn Íslands til stuðningsmanna eftir leik. Hún fann mann sinn og börn í stúkunni og fékk glaðning frá Ágústu Ýr, stjúpdóttur sinni. Verðlaunapening um hálsinn númer eitt. „Ég fór alveg að gráta. Það minnti mig á að þó að við stöndum hérna og maður er með blóð og tár úti á velli, og hugsar að fótboltinn sé allt, þá er það ekki allt,“ segir Harpa. „Hún faðmaði mig og sagðist elska mig. Hún gerði það sama hvort leikurinn hefði tapast eða unnist.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti