Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Bretar eiga nú ráðandi hlut í Domino's á Íslandi. Vísir/Eyþór Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Kaup Bretanna á hlut íslenskra fjárfesta í félögunum gengu í gegn síðari hluta aprílmánaðar. Engar áherslubreytingar í rekstri Domino’s hér á landi munu fylgja nýju eigendunum, að sögn forstjóra Domino’s á Íslandi. Fram kemur í nýbirtu uppgjöri DPG fyrir fyrstu sex mánuði ársins að félagið keypti tveggja prósenta hlut í Domino’s á Íslandi þann 19. apríl síðastliðinn fyrir 1,28 milljónir punda eða 174 milljónir króna. Eignaðist DPG þar með ráðandi 51 prósents hlut í Domino’s hér á landi. Seðlabanki Íslands þurfti að leggja blessun sína yfir kaupin. Á sama tíma keypti breska félagið 51 prósents hlut í rekstri Domino’s í Noregi og Svíþjóð af íslensku keðjunni. Var kaupverðið um 13,7 milljónir punda. Eignarhlutur DPG fór þar með úr 20 prósentum í 71 prósent.Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's á ÍslandiBreska félagið keypti sig fyrst inn í rekstur Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð í júní í fyrra. Um þrjú ár eru síðan íslenskir fjárfestar, undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt, opnuðu fyrsta pitsustaðinn í Noregi og enn styttra er frá því að fyrsti staðurinn í Svíþjóð var opnaður. Fram kemur í uppgjörinu að sala Domino’s hér á landi hafi aukist um 15,2 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Telja stjórnendur DPG að fjölga megi pitsustöðum keðjunnar hér um 37 prósent, eða átta staði, en þeir eru nú 22. Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino’s á Íslandi, segir að horft sé til langs tíma. „Ísland er að byggjast og stækka. Við höfum verið hverfispitsustaðurinn og nú eru að byggjast upp ný hverfi. Við munum stilla okkur þangað inn. Hversu hratt það gerist fer bara eftir skipulaginu á hverjum tíma og hversu vel það gengur að byggja upp.“ Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Kaup Bretanna á hlut íslenskra fjárfesta í félögunum gengu í gegn síðari hluta aprílmánaðar. Engar áherslubreytingar í rekstri Domino’s hér á landi munu fylgja nýju eigendunum, að sögn forstjóra Domino’s á Íslandi. Fram kemur í nýbirtu uppgjöri DPG fyrir fyrstu sex mánuði ársins að félagið keypti tveggja prósenta hlut í Domino’s á Íslandi þann 19. apríl síðastliðinn fyrir 1,28 milljónir punda eða 174 milljónir króna. Eignaðist DPG þar með ráðandi 51 prósents hlut í Domino’s hér á landi. Seðlabanki Íslands þurfti að leggja blessun sína yfir kaupin. Á sama tíma keypti breska félagið 51 prósents hlut í rekstri Domino’s í Noregi og Svíþjóð af íslensku keðjunni. Var kaupverðið um 13,7 milljónir punda. Eignarhlutur DPG fór þar með úr 20 prósentum í 71 prósent.Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's á ÍslandiBreska félagið keypti sig fyrst inn í rekstur Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð í júní í fyrra. Um þrjú ár eru síðan íslenskir fjárfestar, undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt, opnuðu fyrsta pitsustaðinn í Noregi og enn styttra er frá því að fyrsti staðurinn í Svíþjóð var opnaður. Fram kemur í uppgjörinu að sala Domino’s hér á landi hafi aukist um 15,2 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Telja stjórnendur DPG að fjölga megi pitsustöðum keðjunnar hér um 37 prósent, eða átta staði, en þeir eru nú 22. Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino’s á Íslandi, segir að horft sé til langs tíma. „Ísland er að byggjast og stækka. Við höfum verið hverfispitsustaðurinn og nú eru að byggjast upp ný hverfi. Við munum stilla okkur þangað inn. Hversu hratt það gerist fer bara eftir skipulaginu á hverjum tíma og hversu vel það gengur að byggja upp.“
Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira