Lífið

Sænsk söngkona féll ofan í á á miðjum tónleikum

Atli Ísleifsson skrifar
Miss Li er vinsæl í heimalandinu.
Miss Li er vinsæl í heimalandinu.
Sænska söngkonan Miss Li féll út í Skellefte-ána í norðurhluta Svíþjóðar á miðjum tónleikum fyrr í kvöld. Miss Li fór í ána eftir að hafa hrasað þegar hún reyndi á stíga upp á píanó á fljótandi sviðinu í bænum Skellefteå.

Söngkonan hefði mátt gera sér grein fyrir hættunni á að fara út í enda var hún á hælum, píanóið virðist hafa verið valt, auk þess að vera staðsett á fljótandi sviði.

Miss Li var að syngja á tónlistarhátíðinni „En flotte“, eða „Fleki“, og voru áhorfendur um 15 þúsund talsins. Miss Li var að syngja fjórða lagið sitt þegar hún fór út í, en hún hélt svo aftur upp á svið þegar hún var búin að jafna sig og spilaði í um klukkustund í viðbót.

Miss Li birti myndband af atvikinu á Instagram-síðu sinni fyrr í kvöld.

Taking stage diving to the next level #enflotte

A post shared by Miss Li (@missliofficial) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×