Fótbolti

Ítölsku stelpurnar skoruðu flest mörk í B-riðlinum en urðu samt neðstar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ítölsku stelpurnar fagna sigurmarki Cristiönu Girelli í kvöld.
Ítölsku stelpurnar fagna sigurmarki Cristiönu Girelli í kvöld. Vísir/Getty
Ítalska kvennalandsliðið í fótbolta var í kvöld í sömu stöðu og íslensku stelpurnar verða á morgun í lokaleik sínum á EM kvenna í Hollandi.

Ítölsku stelpurnar voru úr leik fyrir lokaleik sinn eftir töp á móti Þýskalandi og Rússlandi.

Ítalska liðið náði hinsvegar að kveðja Evrópumótið með flottum sigri því þær unnu 3-2 sigur á sterku sænsku liði í kvöld.

Nú er bara að vona að stelpunum okkar takist að gera eitthvað svipað í lokaleik sínum á móti Austurríki annað kvöld.

Þýskaland vann B-riðilinn og sænska liðið komst einnig áfram í sextán liða úrslitin. Rússland varð í þriðja sæti í riðlinum og Ítalía rak lestina.

Ítölsku stelpurnar voru hinsvegar það lið í B-riðlinum sem skoraði flest mörk. Þær skoruðu nefnilega í öllum þremur leikjum sínum og samtals fimm mörk.

Ítalska liðið skoraði þannig þremur mörkum fleira en Rússar en bæði mörk rússneska liðsins komu í 2-0 sigri á Ítölum í fyrsta leik. Sá sigur skilaði rússneska liðinu á endanum upp fyrir Ítalíu og í þriðja sæti riðilsins.

Flest mörk í B-riðli

Ítalía 5

Þýskaland 4

Svíþjóð 4

Rússland 2

Flest stig í B-riðli

Þýskaland 7

Svíþjóð 4

Rússland 3

Ítalía 3

Markahæstar í B-riðlinum

Ilaria Mauro, Ítalíu 2

Daniela Sabatino, Ítalíu 2

Babett Peter, Þýskalandi 2

Lotta Schelin, Svíþjóð 2

Stina Blackstenius, Svíþjóð 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×