Ekkert mál að vera báðum megin borðsins Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 25. júlí 2017 17:30 Sonný Lára Þráinsdóttir er markvörður Breiðabliks og þriðji markvörður íslenska landsliðsins. Vísir/Tom Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur ekki áhyggjur af aldri þeirra markvarðar sem standa vaktina fyrir Ísland á Evrópumótinu í Hollandi. Allir markverðir liðsins eru skriðnir yfir á fertugsaldur og aðalmarkvörðurinn, Guðbjörg Gunnarsdóttir, þeirra elst 32 ára. Ólafur er markvarðarþjálfari hjá Breiðabliki, bæði karla- og kvennaliðunum, heima á Íslandi. Hann segir það ekki erfitt að vera beggja vegna borðsins þegar kemur að því að velja í landsliðið hverju sinni. „Það svo sem gengur ágætlega. Ég skil bara þarna á milli. Ég fylgist vel með öllum markvörðum á landinu,“ sagði Ólafur á fundi með blaðamönnum í gær. Sandra Sig spilaði um tíma í atvinnumennsku en er nú markvörður Vals í Pepsi-deild kvenna.Vísir/Tom Auk Guðbjargar eru Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, í hópnum. Ólafur þekkir því vel til Sonnýjar sem hann þjálfar á hverjum degi. „Þegar kemur að því að velja liðið þá vel ég bara þá þrjá sem við teljum besta hverju sinni,“ sagði Ólafur og benti á að hann veldi markverðina í samvinnu við hina þjálfarana, þá Frey Alexandersson og Ásmund Guðna Haraldsson. „Nú erum við með þrjá bestu hér, svo er bara spurningin hvað gerist í framtíðinni.“ Ólafur telur landsliðið ágætlega sett með markverði. „Við erum með efnilega markverði heima. Berglindi í Stjörnunni og Bryndísi Láru sem bankaði hressilega á dyrnar í sumar,“ sagði Ólafur. „Eins og þið vitið er ég að þjálfa einn sem er rúmlega fertugur í Breiðabliki og er ennþá í toppstandi.“ Vísaði Ólafur þar til Gunnleifs Gunnleifssonar sem var fastamaður í A-landsliðshópi Íslands allt þar til í fyrra. Freyr Alexandersson ræðir við Guðbjörgu Gunnarsdóttur markvörð á æfingu landsliðsins í Hollandi.Vísir/Tom „Þetta eru allt markmenn á góðum aldri, geta haldið áfram en við erum líka með efnilega markverði sem bíða og banka á dyrnar.“ Freyr bætti við að það væri mikilvægt að halda áfram að framleiða góða leikmenn í markmannsstöðuna. „Ég held það sé eins með markverði og aðrar leikstöður. Við þurfum að vera á tánum, passa okkur að búa til framúrskarandi leikmenn. Leggja mikla vinnu á okkur til þess. Við eigum yngri markverði en þá sem Ólafur nefnir sem eru efnilegir. En það er eitt að vera efnilegur sem unglingur og taka svo þetta stóra skref sem við erum að sjá hvert fótboltinn er að þróast. Umræðuna um markmannsstöðuna má sjá eftir tæpar sjö mínútur í spilaranum hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur ekki áhyggjur af aldri þeirra markvarðar sem standa vaktina fyrir Ísland á Evrópumótinu í Hollandi. Allir markverðir liðsins eru skriðnir yfir á fertugsaldur og aðalmarkvörðurinn, Guðbjörg Gunnarsdóttir, þeirra elst 32 ára. Ólafur er markvarðarþjálfari hjá Breiðabliki, bæði karla- og kvennaliðunum, heima á Íslandi. Hann segir það ekki erfitt að vera beggja vegna borðsins þegar kemur að því að velja í landsliðið hverju sinni. „Það svo sem gengur ágætlega. Ég skil bara þarna á milli. Ég fylgist vel með öllum markvörðum á landinu,“ sagði Ólafur á fundi með blaðamönnum í gær. Sandra Sig spilaði um tíma í atvinnumennsku en er nú markvörður Vals í Pepsi-deild kvenna.Vísir/Tom Auk Guðbjargar eru Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, í hópnum. Ólafur þekkir því vel til Sonnýjar sem hann þjálfar á hverjum degi. „Þegar kemur að því að velja liðið þá vel ég bara þá þrjá sem við teljum besta hverju sinni,“ sagði Ólafur og benti á að hann veldi markverðina í samvinnu við hina þjálfarana, þá Frey Alexandersson og Ásmund Guðna Haraldsson. „Nú erum við með þrjá bestu hér, svo er bara spurningin hvað gerist í framtíðinni.“ Ólafur telur landsliðið ágætlega sett með markverði. „Við erum með efnilega markverði heima. Berglindi í Stjörnunni og Bryndísi Láru sem bankaði hressilega á dyrnar í sumar,“ sagði Ólafur. „Eins og þið vitið er ég að þjálfa einn sem er rúmlega fertugur í Breiðabliki og er ennþá í toppstandi.“ Vísaði Ólafur þar til Gunnleifs Gunnleifssonar sem var fastamaður í A-landsliðshópi Íslands allt þar til í fyrra. Freyr Alexandersson ræðir við Guðbjörgu Gunnarsdóttur markvörð á æfingu landsliðsins í Hollandi.Vísir/Tom „Þetta eru allt markmenn á góðum aldri, geta haldið áfram en við erum líka með efnilega markverði sem bíða og banka á dyrnar.“ Freyr bætti við að það væri mikilvægt að halda áfram að framleiða góða leikmenn í markmannsstöðuna. „Ég held það sé eins með markverði og aðrar leikstöður. Við þurfum að vera á tánum, passa okkur að búa til framúrskarandi leikmenn. Leggja mikla vinnu á okkur til þess. Við eigum yngri markverði en þá sem Ólafur nefnir sem eru efnilegir. En það er eitt að vera efnilegur sem unglingur og taka svo þetta stóra skref sem við erum að sjá hvert fótboltinn er að þróast. Umræðuna um markmannsstöðuna má sjá eftir tæpar sjö mínútur í spilaranum hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira