„Alltaf einhver sem hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum“ Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 25. júlí 2017 13:00 Stelpurnar voru mikið í fjölmiðlum heima áður en þær fóru út og voru orðnar vanar. vísir/tom Stelpurnar okkar eru úr leik á EM 2017 í fótbolta eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu. Leikurinn annað kvöld á móti Austurríki verður því aðeins upp á stoltið. Umfjöllun um liðið hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr og áhugi landsmanna er einnig svakalegur. Allt umtal um stelpurnar var gríðarlega jákvætt framan af en eins og gerist þegar fótboltaleikir tapast verður umræðan aðeins neikvæðari. Leikmenn sjá og heyra flest allt sem er skrifað og sagt bæði á fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum en unnið var í þessum hlutum innan íslenska hópsins fyrir mót að láta svona ekki hafa áhrif á sig. „Það var lagt upp með það fyrir mót að vinna með leikmenn þannig þeir gætu haft stjórn á þessum hlutum og sínu tilfinningum. Sérstaklega gagnvart þessu jákvæða og svo mögulega öllu því neikvæða,“ sagði Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í gær. „Úrslitin og árangurinn eru ekki eins og við lögðum upp með en það sást strax hversu góður hópurinn er eftir að ljóst var að við værum ekki að fara lengra í þessu móti. Stelpurnar eru fljótar að koma sér á réttan stað og frávikin á milli þess að fara of hátt og upp og of langt niður eru lítil.“ Eins og gerist og gengur í hópi 23 leikmanna eru þó einhverjir sem láta hafa svona hafa áhrif á sig. „Stelpurnar voru vel undirbúnar en það er alltaf einhver sem les eitthvað neikvætt eða jákvætt og hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum. Þessar stelpur eru samt góðar að stjórna þessu,“ sagði Ásmundur. „Hópurinn fór strax að einbeita sér að næsta leik og það er eindreginn vilji til að gera vel fyrir sig sjálfa og íslensku þjóðina. Ekki síst alla þá sem eru komnir til að horfa á. Fókusinn hefur verið mikill hjá liðinu og öll umfjöllun hefur ekki truflað mikið því þær voru vel undirbúnar,“ sagði Ásmundur Haraldsson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59 Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00 EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Stelpurnar okkar eru úr leik á EM 2017 í fótbolta eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu. Leikurinn annað kvöld á móti Austurríki verður því aðeins upp á stoltið. Umfjöllun um liðið hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr og áhugi landsmanna er einnig svakalegur. Allt umtal um stelpurnar var gríðarlega jákvætt framan af en eins og gerist þegar fótboltaleikir tapast verður umræðan aðeins neikvæðari. Leikmenn sjá og heyra flest allt sem er skrifað og sagt bæði á fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum en unnið var í þessum hlutum innan íslenska hópsins fyrir mót að láta svona ekki hafa áhrif á sig. „Það var lagt upp með það fyrir mót að vinna með leikmenn þannig þeir gætu haft stjórn á þessum hlutum og sínu tilfinningum. Sérstaklega gagnvart þessu jákvæða og svo mögulega öllu því neikvæða,“ sagði Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í gær. „Úrslitin og árangurinn eru ekki eins og við lögðum upp með en það sást strax hversu góður hópurinn er eftir að ljóst var að við værum ekki að fara lengra í þessu móti. Stelpurnar eru fljótar að koma sér á réttan stað og frávikin á milli þess að fara of hátt og upp og of langt niður eru lítil.“ Eins og gerist og gengur í hópi 23 leikmanna eru þó einhverjir sem láta hafa svona hafa áhrif á sig. „Stelpurnar voru vel undirbúnar en það er alltaf einhver sem les eitthvað neikvætt eða jákvætt og hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum. Þessar stelpur eru samt góðar að stjórna þessu,“ sagði Ásmundur. „Hópurinn fór strax að einbeita sér að næsta leik og það er eindreginn vilji til að gera vel fyrir sig sjálfa og íslensku þjóðina. Ekki síst alla þá sem eru komnir til að horfa á. Fókusinn hefur verið mikill hjá liðinu og öll umfjöllun hefur ekki truflað mikið því þær voru vel undirbúnar,“ sagði Ásmundur Haraldsson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59 Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00 EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59
Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00
EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30