Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2017 06:00 Ungur íslensku stuðningsmaður út í Hollandi sem kannski spilar fyrir íslenska kvennalandsliðið í framtíðinni. Vísir/Getty Vonbrigðin voru mikil eftir að Ísland féll úr leik á EM í Hollandi á laugardagskvöld en það varð niðurstaðan eftir að stelpurnar okkar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu, gegn Frakklandi og Sviss. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Hollandi í gær og þegar talið barst að framtíð og umgjörð liðsins sagðist Freyr hafa lengi barist fyrir því að U23-landslið yrði sett á laggirnar til að brúa bilið úr U19 ára landsliðinu í A-landsliðið. „Ef við viljum ná lengra sem fótboltaþjóð þurfa félögin að styðja þessa tillögu og stjórn KSÍ að taka ákvörðun. Þetta þarf væntanlega að fara í gegnum ársþing,“ sagði Freyr sem sagðist orðinn þreyttur á að berjast fyrir þessu einn og óstuddur. Þess ber að geta að ekki er keppt í U21-landsliðum hjá konum og því getur verið skortur á verkefnum hjá ungum leikmönnum sem fá ekki tækifæri í A-landsliðinu.Vísir/GettySkrefi á eftir þeim stóru „Krafan um U23 lið er nauðsynleg. Við erum skrefi á eftir stóru þjóðunum og það vantar að taka síðasta skrefið. Það var áberandi í leikjunum gegn Sviss og Frakklandi,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari og sérfræðingur í Pepsi-mörkum kvenna. Hann segir margt jákvætt við framgöngu Íslands á EM sem hægt verður að nýta í framtíðinni en kvennaknattspyrnan sé í það mikilli sókn í Evrópu að Ísland eigi á hættu að dragast aftur úr. „Það er augljóst að mörg knattspyrnusambönd eru að leggja meira til kvennaknattspyrnunnar en áður og KSÍ verður að gera það sama. Það þarf að fjölga verkefnum og stofna U23 lið,“ segir hann.Kostar 20 milljónir á ári Þorkell Máni nefnir að leikmenn eins og Harpa Þorsteinsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir hafi lítið spilað eftir að unglingalandsliðsferli þeirra lauk. Anna Björk spilaði ekki með A-landsliðinu fyrr en fimm árum síðar og Harpa fékk fá tækifæri fyrstu árin sín með A-landsliðinu. „Mér skilst að þetta kosti um 20 milljónir á ári og ef að KSÍ getur ekki fundið þennan pening hjá sér er ég viss um að íslenska þjóðin sé reiðubúin að fjármagna þetta sjálf. Þurfum við kannski að setja söfnun af stað?“ spyr Þorkell Máni. „Guðni (Bergsson, formaður KSÍ) lofaði því að U23 lið yrði stofnað. Hvað varð af því loforði?“Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki sínu á móti Sviss.Vísir/GettyGeggjuð kynslóð að koma upp Þorkell Máni segir að það sé ekki hægt að fela sig á bak við það að liðið spilaði ekki nægilega vel í leikjunum tveimur á EM til þessa. „Maður tekur alltaf ábyrgð á sjálfum sér og kennir ekki dómaranum um, sama hversu lélegur hann kann að vera. Dómarinn tapaði ekki þessum leikjum,“ segir hann. „Öll lið gera mistök í vörn eins og Ísland gerði í þessum leikjum. Áhyggjuefnið snýr að sóknarleiknum sem þarf að vera betri. Það vantar fleiri leikmenn sem taka af skarið. En að sama skapi sér maður að þessir leikmenn eru á leiðinni.“ Hann nefnir að Fanndís Friðriksdóttir sé ákveðnari leikmaður en hún hefur áður sýnt og að Agla María Albertsdóttir verði lykilmaður framtíðarinnar í íslensku sókninni. Sandra María Jessen og Elín Metta Jensen eigi líka bjarta framtíð. Allir þessir leikmenn spila þó á Íslandi og sagði Freyr í gær að nauðsynlegt væri að eignast fleiri leikmenn í sterkum liðum í Evrópu. Þorkell Máni tók undir það en bætti við að framtíðin sé björt. „Sú kynslóð knattspyrnumanna sem er nú að koma upp er geggjuð, sérstaklega kvennamegin. KSÍ og félögin í landinu verða að passa vel upp á þessa krakka og gera það til að mynda með því að búa til krefjandi landsliðsverkefni fyrir ungt knattspyrnufólk. Sökin liggur ekki hjá Frey og stelpunum en menn verða að girða upp brækur ef við ætlum ekki að sitja eftir.“Íslensku stelpurnar eftir leikinn á móti Sviss.Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Finnst ég standa einn í storminum“ Freyr Alexandersson segist ekki geta staðið lengur einn í baráttunni um U23 ára landslið kvenna. 24. júlí 2017 10:15 Innhólfið hjá Frey fullt af fyrirspurnum um stelpurnar Við græðum ekkert á miðlungsklúbbum í Noregi, segir landsliðsþjálfarinn. 24. júlí 2017 09:46 Freyr: Vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði Stelpurnar okkar eru svekktar að vera úr leik á EM 2017. 24. júlí 2017 10:45 Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Vonbrigðin voru mikil eftir að Ísland féll úr leik á EM í Hollandi á laugardagskvöld en það varð niðurstaðan eftir að stelpurnar okkar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu, gegn Frakklandi og Sviss. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Hollandi í gær og þegar talið barst að framtíð og umgjörð liðsins sagðist Freyr hafa lengi barist fyrir því að U23-landslið yrði sett á laggirnar til að brúa bilið úr U19 ára landsliðinu í A-landsliðið. „Ef við viljum ná lengra sem fótboltaþjóð þurfa félögin að styðja þessa tillögu og stjórn KSÍ að taka ákvörðun. Þetta þarf væntanlega að fara í gegnum ársþing,“ sagði Freyr sem sagðist orðinn þreyttur á að berjast fyrir þessu einn og óstuddur. Þess ber að geta að ekki er keppt í U21-landsliðum hjá konum og því getur verið skortur á verkefnum hjá ungum leikmönnum sem fá ekki tækifæri í A-landsliðinu.Vísir/GettySkrefi á eftir þeim stóru „Krafan um U23 lið er nauðsynleg. Við erum skrefi á eftir stóru þjóðunum og það vantar að taka síðasta skrefið. Það var áberandi í leikjunum gegn Sviss og Frakklandi,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari og sérfræðingur í Pepsi-mörkum kvenna. Hann segir margt jákvætt við framgöngu Íslands á EM sem hægt verður að nýta í framtíðinni en kvennaknattspyrnan sé í það mikilli sókn í Evrópu að Ísland eigi á hættu að dragast aftur úr. „Það er augljóst að mörg knattspyrnusambönd eru að leggja meira til kvennaknattspyrnunnar en áður og KSÍ verður að gera það sama. Það þarf að fjölga verkefnum og stofna U23 lið,“ segir hann.Kostar 20 milljónir á ári Þorkell Máni nefnir að leikmenn eins og Harpa Þorsteinsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir hafi lítið spilað eftir að unglingalandsliðsferli þeirra lauk. Anna Björk spilaði ekki með A-landsliðinu fyrr en fimm árum síðar og Harpa fékk fá tækifæri fyrstu árin sín með A-landsliðinu. „Mér skilst að þetta kosti um 20 milljónir á ári og ef að KSÍ getur ekki fundið þennan pening hjá sér er ég viss um að íslenska þjóðin sé reiðubúin að fjármagna þetta sjálf. Þurfum við kannski að setja söfnun af stað?“ spyr Þorkell Máni. „Guðni (Bergsson, formaður KSÍ) lofaði því að U23 lið yrði stofnað. Hvað varð af því loforði?“Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki sínu á móti Sviss.Vísir/GettyGeggjuð kynslóð að koma upp Þorkell Máni segir að það sé ekki hægt að fela sig á bak við það að liðið spilaði ekki nægilega vel í leikjunum tveimur á EM til þessa. „Maður tekur alltaf ábyrgð á sjálfum sér og kennir ekki dómaranum um, sama hversu lélegur hann kann að vera. Dómarinn tapaði ekki þessum leikjum,“ segir hann. „Öll lið gera mistök í vörn eins og Ísland gerði í þessum leikjum. Áhyggjuefnið snýr að sóknarleiknum sem þarf að vera betri. Það vantar fleiri leikmenn sem taka af skarið. En að sama skapi sér maður að þessir leikmenn eru á leiðinni.“ Hann nefnir að Fanndís Friðriksdóttir sé ákveðnari leikmaður en hún hefur áður sýnt og að Agla María Albertsdóttir verði lykilmaður framtíðarinnar í íslensku sókninni. Sandra María Jessen og Elín Metta Jensen eigi líka bjarta framtíð. Allir þessir leikmenn spila þó á Íslandi og sagði Freyr í gær að nauðsynlegt væri að eignast fleiri leikmenn í sterkum liðum í Evrópu. Þorkell Máni tók undir það en bætti við að framtíðin sé björt. „Sú kynslóð knattspyrnumanna sem er nú að koma upp er geggjuð, sérstaklega kvennamegin. KSÍ og félögin í landinu verða að passa vel upp á þessa krakka og gera það til að mynda með því að búa til krefjandi landsliðsverkefni fyrir ungt knattspyrnufólk. Sökin liggur ekki hjá Frey og stelpunum en menn verða að girða upp brækur ef við ætlum ekki að sitja eftir.“Íslensku stelpurnar eftir leikinn á móti Sviss.Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Finnst ég standa einn í storminum“ Freyr Alexandersson segist ekki geta staðið lengur einn í baráttunni um U23 ára landslið kvenna. 24. júlí 2017 10:15 Innhólfið hjá Frey fullt af fyrirspurnum um stelpurnar Við græðum ekkert á miðlungsklúbbum í Noregi, segir landsliðsþjálfarinn. 24. júlí 2017 09:46 Freyr: Vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði Stelpurnar okkar eru svekktar að vera úr leik á EM 2017. 24. júlí 2017 10:45 Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
„Finnst ég standa einn í storminum“ Freyr Alexandersson segist ekki geta staðið lengur einn í baráttunni um U23 ára landslið kvenna. 24. júlí 2017 10:15
Innhólfið hjá Frey fullt af fyrirspurnum um stelpurnar Við græðum ekkert á miðlungsklúbbum í Noregi, segir landsliðsþjálfarinn. 24. júlí 2017 09:46
Freyr: Vonbrigði og svekkelsi í bland við reiði Stelpurnar okkar eru svekktar að vera úr leik á EM 2017. 24. júlí 2017 10:45
Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00
Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti