Hætti hjá sama félaginu í annað skipti á einni viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2017 22:30 Antonio Cassano. Vísir/Getty Ítalski knattspyrnumaðurinn Antonio Cassano er einu sinni sem oftar kominn í fréttirnar fyrir furðulega hegðun sína. Eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum þá hefur leit hans að nýju liði verið frekar farsakennd síðustu daga. Cassano hefur nefnilega á örfáum dögum, samið við Hellas Verona og í framhaldinu hætt tvisvar hjá félaginu. Það er löngu vitað að þessi fyrrum leikmaður Roma, Real Madrid, AC Milan og Internazionale er öflugur fótboltamaður. Það eru hæfileikar til staðar en andlegi þátturinn hefur alltaf verið til vandræða. Hellas Verona samdi við Antonio Cassano 10. júlí síðastliðinn en félagið er nýliði í ítölsku deildinni á næstu leiktíð. Það liðu ekki nema átta dagar þar til að Cassano tilkynnti að hann hefði ákveðið að setja skóna upp á hilluna en aðeins fjórum tímum síðar tók hann takkaskóna aftur af hillunni. Það leit því út fyrir að hann ætlaði að standa við samninginn sinn og spila með liðinu á komandi tímabili en núna hefur komið upp annað vandamál. Eiginkonan hans og fjölskylda ætla ekki að flytja með honum til Verona heldur búa áfram í Genóaborg þar sem hann lék síðast með Sampdoria. Það eru 290 kílómetrar á milli Verona og Genóa og Cassano er ekki tilbúinn að vera svo langt frá fjölskyldunni sinni. Hann hefur því tilkynnt Hellas Verona að hann sé hættur, aftur. Samkvæmt frétt Football Italia þá hafa þeir eftir eiginkonunni að Antonio Cassano sé að leita sér að nýja félagi nær Genóa. Cassano ætlar seint að fullorðnast og er alltaf líklegur til að koma sér og sínum í einhver vandræði. Það gæti orðið erfitt fyrir hann að sleppa undan undirrituðum samningi við Hellas Verona en hver veit, kannski eru forráðamenn Hellas Verona búnir að fá alveg nóg af kappanum þótt að enn sé talsvert í að tímabilið hefjist. Ítalski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira
Ítalski knattspyrnumaðurinn Antonio Cassano er einu sinni sem oftar kominn í fréttirnar fyrir furðulega hegðun sína. Eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum þá hefur leit hans að nýju liði verið frekar farsakennd síðustu daga. Cassano hefur nefnilega á örfáum dögum, samið við Hellas Verona og í framhaldinu hætt tvisvar hjá félaginu. Það er löngu vitað að þessi fyrrum leikmaður Roma, Real Madrid, AC Milan og Internazionale er öflugur fótboltamaður. Það eru hæfileikar til staðar en andlegi þátturinn hefur alltaf verið til vandræða. Hellas Verona samdi við Antonio Cassano 10. júlí síðastliðinn en félagið er nýliði í ítölsku deildinni á næstu leiktíð. Það liðu ekki nema átta dagar þar til að Cassano tilkynnti að hann hefði ákveðið að setja skóna upp á hilluna en aðeins fjórum tímum síðar tók hann takkaskóna aftur af hillunni. Það leit því út fyrir að hann ætlaði að standa við samninginn sinn og spila með liðinu á komandi tímabili en núna hefur komið upp annað vandamál. Eiginkonan hans og fjölskylda ætla ekki að flytja með honum til Verona heldur búa áfram í Genóaborg þar sem hann lék síðast með Sampdoria. Það eru 290 kílómetrar á milli Verona og Genóa og Cassano er ekki tilbúinn að vera svo langt frá fjölskyldunni sinni. Hann hefur því tilkynnt Hellas Verona að hann sé hættur, aftur. Samkvæmt frétt Football Italia þá hafa þeir eftir eiginkonunni að Antonio Cassano sé að leita sér að nýja félagi nær Genóa. Cassano ætlar seint að fullorðnast og er alltaf líklegur til að koma sér og sínum í einhver vandræði. Það gæti orðið erfitt fyrir hann að sleppa undan undirrituðum samningi við Hellas Verona en hver veit, kannski eru forráðamenn Hellas Verona búnir að fá alveg nóg af kappanum þótt að enn sé talsvert í að tímabilið hefjist.
Ítalski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira