Innlent

Reyndu að tæla 3 drengi uppí bíl með nammi

Jakob Bjarnar skrifar
Áhyggjufullir foreldrar í Grafarholti vara við mönnum á appelsínugulum bíl.
Áhyggjufullir foreldrar í Grafarholti vara við mönnum á appelsínugulum bíl.
Nokkur umræða hefur myndast inni á Facebookhópi sem heitir „Ég er íbúi í Grafarholti í kjölfar tilkynningar áhyggjufulls foreldris sem varar við tveimur mönnum sem reyndu að tæla þrjá drengi inn í bíl til sín.

„Kæru nágrannar, appelsínugulur bíll með tvo menn innanborðs reyndu að fá 3 stráka uppí bílinn með því að bjóða þeim nammi í dag, þegar þeir voru að fara yfir gangbraut við Kirkjustéttina,“ segir í ábendingunni.

„Þegar strákarnir neituðu og hlupu burt kom bíllinn á eftir þeim. Þeir komust heim en var brugðið. Endilega varið börnin ykkar við og farið með þeim yfir hvernig á að bregðast við svona aðstæðum.“

Og undir þetta ritar áhyggjufullt foreldri, sem áður sagði. Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi ekki borist tilkynning um þetta atvik en öll slík er reynt að skoða eins og kostur er. „Alltaf litið alvarlegum augum þegar svona kemur upp. Í sumum tilfellum kunna að vera eðlilegar skýringar en stundum er þetta ekki eins og vera ber,“ segir Valgarður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×