Dagný: Einn grófasti leikur sem ég hef spilað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2017 15:00 Dagný lagði upp mark Íslands gegn Sviss. vísir/tom Dagný Brynjarsdóttir segir að vonbrigðin með að eiga ekki lengur möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM séu mikil. En eru stelpurnar á betri stað í dag en þær voru í gær? „Kannski aðeins, þótt ég sé persónulega ekkert á mikið betri stað. Við þurfum bara að nota til daginn til að hrista þetta af okkur svo við getum gírað okkur upp fyrir leikinn á móti Austurríki,“ sagði Dagný í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu landsliðsins í dag. Hún tók þó ekki þátt í henni frekar en aðrar sem voru í byrjunarliðinu í tapinu fyrir Sviss í gær. Þær voru í endurheimt, nuddi og teygðu á. Eftir leikinn í gær hittu stelpurnar fjölskyldur sínar sem hafa stutt dyggilega við bakið á þeim. „Það var gott að fá að hitta fjölskylduna en við hefðum kannski verið hressari og brosmildari ef þetta hefði endað með jafntefli eða sigri. En svona er þetta,“ sagði Dagný sem fylgdist með leik Frakklands og Austurríkis eins og aðrir leikmenn íslenska liðsins. Íslensku stelpurnar vildu sjá franskan sigur en jafntefli varð niðurstaðan og Ísland er því úr leik. „Heppnin hefur ekki verið okkar megin. Eftir að við töpuðum fyrir Sviss hélt maður í trúna að Frakkarnir myndu klára sitt og við værum þá enn inni í þessu en svo varð ekki. Það var sárt að sjá að þetta væri búið,“ sagði Dagný sem fékk fyrir ferðina snemma leiks í gær.Dagný sýnir takkaförin á maganum.vísir/tomLara Dickenmann, fyrirliði Sviss, fór þá með takkana í magann á Dagnýju en slapp með gult spjald. „Það var mjög vont. Ég er svipuð og í gær. Þetta er bólgið og aumt meðan svo er. En þetta verður örugglega betra með hverjum deginum,“ sagði Dagný sem verður klár í leikinn gegn Austurríki á miðvikudaginn. „Já, ég fékk þetta í byrjun leiks og kláraði hann. Þetta er ekkert sem stoppar mann.“ Leikurinn í gær var afar harður og mikið um átök og pústra. En áttu íslensku stelpurnar von á þeim svissnesku svona grófum? „Ég var ekkert búin að pæla í því. Þær voru mjög grófar og þetta var örugglega einn grófasti leikur sem maður hefur spilað. Við vissum að þetta yrði harður leikur. Við erum harðar og líkamlega sterkar og liðin þurfa að búa sig undir það,“ sagði Dagný sem vill kveðja Holland með sigri á austurríska liðinu í Rotterdam á miðvikudaginn. „Þegar maður fer í fótboltaleik ætlar maður alltaf að vinna. Þótt þessi síðasti leikur geri ekkert fyrir okkur ætlum við að stefna á sigur og enda þetta með stolti,“ sagði Dagný að lokum. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42 EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Heimir stýrði æfingu en Glódís hélt bolta á lofti | Myndir Stelpurnar okkar æfðu í dag eftir tapleikinn á móti Sviss á Tjarnarhæðinni í gær. 23. júlí 2017 14:30 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31 Sara Björk: Dickenmann er vanalega ekki svona gróf Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, segir að það hafi verið erfitt að kyngja vonbrigðum gærdagsins; að tapa fyrir Sviss og fá svo staðfestingu á því að Íslandi ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit á EM. 23. júlí 2017 14:15 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir segir að vonbrigðin með að eiga ekki lengur möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM séu mikil. En eru stelpurnar á betri stað í dag en þær voru í gær? „Kannski aðeins, þótt ég sé persónulega ekkert á mikið betri stað. Við þurfum bara að nota til daginn til að hrista þetta af okkur svo við getum gírað okkur upp fyrir leikinn á móti Austurríki,“ sagði Dagný í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu landsliðsins í dag. Hún tók þó ekki þátt í henni frekar en aðrar sem voru í byrjunarliðinu í tapinu fyrir Sviss í gær. Þær voru í endurheimt, nuddi og teygðu á. Eftir leikinn í gær hittu stelpurnar fjölskyldur sínar sem hafa stutt dyggilega við bakið á þeim. „Það var gott að fá að hitta fjölskylduna en við hefðum kannski verið hressari og brosmildari ef þetta hefði endað með jafntefli eða sigri. En svona er þetta,“ sagði Dagný sem fylgdist með leik Frakklands og Austurríkis eins og aðrir leikmenn íslenska liðsins. Íslensku stelpurnar vildu sjá franskan sigur en jafntefli varð niðurstaðan og Ísland er því úr leik. „Heppnin hefur ekki verið okkar megin. Eftir að við töpuðum fyrir Sviss hélt maður í trúna að Frakkarnir myndu klára sitt og við værum þá enn inni í þessu en svo varð ekki. Það var sárt að sjá að þetta væri búið,“ sagði Dagný sem fékk fyrir ferðina snemma leiks í gær.Dagný sýnir takkaförin á maganum.vísir/tomLara Dickenmann, fyrirliði Sviss, fór þá með takkana í magann á Dagnýju en slapp með gult spjald. „Það var mjög vont. Ég er svipuð og í gær. Þetta er bólgið og aumt meðan svo er. En þetta verður örugglega betra með hverjum deginum,“ sagði Dagný sem verður klár í leikinn gegn Austurríki á miðvikudaginn. „Já, ég fékk þetta í byrjun leiks og kláraði hann. Þetta er ekkert sem stoppar mann.“ Leikurinn í gær var afar harður og mikið um átök og pústra. En áttu íslensku stelpurnar von á þeim svissnesku svona grófum? „Ég var ekkert búin að pæla í því. Þær voru mjög grófar og þetta var örugglega einn grófasti leikur sem maður hefur spilað. Við vissum að þetta yrði harður leikur. Við erum harðar og líkamlega sterkar og liðin þurfa að búa sig undir það,“ sagði Dagný sem vill kveðja Holland með sigri á austurríska liðinu í Rotterdam á miðvikudaginn. „Þegar maður fer í fótboltaleik ætlar maður alltaf að vinna. Þótt þessi síðasti leikur geri ekkert fyrir okkur ætlum við að stefna á sigur og enda þetta með stolti,“ sagði Dagný að lokum.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42 EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Heimir stýrði æfingu en Glódís hélt bolta á lofti | Myndir Stelpurnar okkar æfðu í dag eftir tapleikinn á móti Sviss á Tjarnarhæðinni í gær. 23. júlí 2017 14:30 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31 Sara Björk: Dickenmann er vanalega ekki svona gróf Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, segir að það hafi verið erfitt að kyngja vonbrigðum gærdagsins; að tapa fyrir Sviss og fá svo staðfestingu á því að Íslandi ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit á EM. 23. júlí 2017 14:15 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42
EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00
Heimir stýrði æfingu en Glódís hélt bolta á lofti | Myndir Stelpurnar okkar æfðu í dag eftir tapleikinn á móti Sviss á Tjarnarhæðinni í gær. 23. júlí 2017 14:30
Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00
Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03
Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38
Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31
Sara Björk: Dickenmann er vanalega ekki svona gróf Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, segir að það hafi verið erfitt að kyngja vonbrigðum gærdagsins; að tapa fyrir Sviss og fá svo staðfestingu á því að Íslandi ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit á EM. 23. júlí 2017 14:15