Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Elías Orri Njarðarson skrifar 23. júlí 2017 13:31 Hólmfríður segir að Ísland ætli ekki að gefa neitt eftir í næsta leik á móti Austurríki vísir/tom Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það vera frábæra tilfinningu að hafa komið inn á í leiknum í gær við Sviss, þrátt fyrir svekkjandi tap. „Það er frábær tilfinning að hafa komið inn á eftir langa fjarveru og ég var mjög spennt að koma inn á og er bara mjög ánægð,“ sagði Hólmfríður í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu landsliðsins í dag. Leikurinn í gær var mjög harður og leikmenn létu finna mikið fyrir sér en Hólmfríður er einmitt þekkt fyrir að gefa ekkert eftir inn á vellinum. Hólmfríður fékk all svakalega að finna fyrir því þegar að Lara Dickenmann, leikmaður Sviss, kippti Hólmfríði niður. „Það er allt annað að spila hart en þegar að þú ert að fara mikið í líkamann á leikmönnum þá er það náttúrulega bara spjöld en hún átti klárlega að fá annað gula spjaldið sitt í leiknum. Ég er búin að horfa á þetta aftur, hún fer bara í líkamann á mér og á engan séns í boltann. Þetta var náttúrulega bara illa dæmt en svona er þetta, þetta féll ekki með okkur og við þurfum bara að taka því,“ sagði Hólmfríður. Tapið í gær var mjög svekkjandi og leikmenn íslenska liðsins voru mjög vonsviknar með niðurstöðuna úr leiknum. Aðspurð um hvernig það gengi að ná sér upp eftir svona leik sagði Hólmfríður að allir leikmenn liðsins hugsi um næsta leik. „Við vitum núna að við erum úr leik á mótinu en við eigum einn leik eftir og við ætlum bara að spila þann leik og vinna hann og fara héðan stoltar af þessu móti, líka bara fyrir okkur, fyrir allt starfsliðið sem er að vinna frábæra vinnu í kringum okkur leikmennina og svo stuðningsmennina sem eru búnir að vera frábærir og líka heima á Íslandi, maður finnur bara fyrir stuðningi úr öllum áttum. Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt okkar eftir á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður ákveðin. Hólmfríður spilaði rúmlega 20 mínútur í leiknum í gær og átti mjög góða innkomu. Hún var mikið í boltanum og spilaði fínan leik en hún segist hafa mikið sjálfstraust í landsliðinu. „Ég er náttúrulega með frábæra þjálfara hér í kringum mig sem efla mann með hverjum deginum. Freysi er nattúrulega frábær í að styðja við mann og að búa til þessa liðsheild sem hann er búinn að gera, maður hefur alltaf trú á að maður er með þeim bestu hérna þrátt fyrir það að maður sé ekki að byrja leik, þá er þetta einhvern vegin svo þjappaður hópur að maður hefur fulla trú á sjálfum sér,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir að lokum. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það vera frábæra tilfinningu að hafa komið inn á í leiknum í gær við Sviss, þrátt fyrir svekkjandi tap. „Það er frábær tilfinning að hafa komið inn á eftir langa fjarveru og ég var mjög spennt að koma inn á og er bara mjög ánægð,“ sagði Hólmfríður í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu landsliðsins í dag. Leikurinn í gær var mjög harður og leikmenn létu finna mikið fyrir sér en Hólmfríður er einmitt þekkt fyrir að gefa ekkert eftir inn á vellinum. Hólmfríður fékk all svakalega að finna fyrir því þegar að Lara Dickenmann, leikmaður Sviss, kippti Hólmfríði niður. „Það er allt annað að spila hart en þegar að þú ert að fara mikið í líkamann á leikmönnum þá er það náttúrulega bara spjöld en hún átti klárlega að fá annað gula spjaldið sitt í leiknum. Ég er búin að horfa á þetta aftur, hún fer bara í líkamann á mér og á engan séns í boltann. Þetta var náttúrulega bara illa dæmt en svona er þetta, þetta féll ekki með okkur og við þurfum bara að taka því,“ sagði Hólmfríður. Tapið í gær var mjög svekkjandi og leikmenn íslenska liðsins voru mjög vonsviknar með niðurstöðuna úr leiknum. Aðspurð um hvernig það gengi að ná sér upp eftir svona leik sagði Hólmfríður að allir leikmenn liðsins hugsi um næsta leik. „Við vitum núna að við erum úr leik á mótinu en við eigum einn leik eftir og við ætlum bara að spila þann leik og vinna hann og fara héðan stoltar af þessu móti, líka bara fyrir okkur, fyrir allt starfsliðið sem er að vinna frábæra vinnu í kringum okkur leikmennina og svo stuðningsmennina sem eru búnir að vera frábærir og líka heima á Íslandi, maður finnur bara fyrir stuðningi úr öllum áttum. Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt okkar eftir á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður ákveðin. Hólmfríður spilaði rúmlega 20 mínútur í leiknum í gær og átti mjög góða innkomu. Hún var mikið í boltanum og spilaði fínan leik en hún segist hafa mikið sjálfstraust í landsliðinu. „Ég er náttúrulega með frábæra þjálfara hér í kringum mig sem efla mann með hverjum deginum. Freysi er nattúrulega frábær í að styðja við mann og að búa til þessa liðsheild sem hann er búinn að gera, maður hefur alltaf trú á að maður er með þeim bestu hérna þrátt fyrir það að maður sé ekki að byrja leik, þá er þetta einhvern vegin svo þjappaður hópur að maður hefur fulla trú á sjálfum sér,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir að lokum.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira
EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00
Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00
Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03
Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38