Fótbolti

Von á sól, 26 stiga hita og rússneskum dómara

Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands, fann fyrir hitanum á æfingu liðsins í Doetinchem í gær.
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands, fann fyrir hitanum á æfingu liðsins í Doetinchem í gær. Vísir/Tom
Reiknað er með því að sólin verði hátt á lofti og mikill hiti á Tjarnarhæðinni í Doetinchem þegar stelpurnar okkar mæta þeim svissnesku klukkan 16 að íslenskum tíma í dag, klukkan 18 að staðartíma.

Spáð er 26 stiga hita í dag en sólin hefur skinið á stelpurnar okkar stærstan hluta þess tíma sem liðið hefur dvalið í Hollandi. Dagurinn í dag er sá níundi.

Dómari leiksins í dag kemur frá Rússlandi og heitir Anastasia Pustovoitova. Henni til halds og trausts á hliðarlínunum verða Ekaterina Kurochkina, sömuleiðis frá Rússlandi, og Svetlana Bilic frá Serbíu. Fjórði dómari er Lorraine Clark frá Skotlandi.

Að neðan má sjá þátt dagsins af EM í dag.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×